Málsnúmer 1806035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 514. fundur - 28.06.2018

Lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun vegna hönnunar fyrir jarðvinnuútboð vegna bílastæða við Kirkjufellsfoss. Áætlanirnar eru unnar af fyrirtækinu Landslag ehf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landslag ehf.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Lögð fram hönnunargögn vegna nýs bílaplans við Kirkjufellsfoss, sem unnin eru af Landslagi ehf., landslagsarkitektum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í útboð á jarðvinnu bílaplans og frágangi þess. Styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 197. fundur - 17.10.2018

Sótt er um f.h. Grundarfjarðarbæjar framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrra bílastæða ásamt fleiru við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss, sbr. hönnun Þráins Haukssonar hjá Landslagi í tillögu samþykktri af bæjarráði í júlí 2018.

Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna þessa áfanga.