Málsnúmer 1808005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

  • Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
    Bæjarráð - 517 Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, sat fundinn undir þessum lið.

    Í ljós hefur komið að umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa voru fjórar, en kallað var eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum.

    Eftir yfirferð á umsóknum er ljóst að enginn umsækjenda uppfyllir nauðsynleg skilyrði skv. auglýsingu um starfið. Á grundvelli mats á fyrirliggjandi gögnum hafnar bæjarráð því öllum umsóknum.

    Samþykkt samhljóða.

    Á 218. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk vegna gerðar nýs bílastæðis við Kirkjufellsfoss.

    Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir landeigendum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar verksamningur við JK&Co ehf. vegna gerðar gangstétta frá Ölkelduvegi 29 að Fellasneið 20.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar verksamningur við ÞG Þorkelsson ehf. vegna viðgerða á húsi grunnskólans.

    Bæjarráð kallar eftir upplýsingum um stöðu verksins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, RG og UÞS.