219. fundur 16. ágúst 2018 kl. 16:30 - 20:12 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingum:
Stúlka fædd 24. júní 2018. Foreldrar hennar eru Katarzyna Bajda og Adrian Artur Oleszczuk.
Drengur fæddur 10. júlí 2018. Foreldrar hans eru Heiðdís Björk Jónsdóttir og Guðmundur Andri Kjartansson
Drengur fæddur 17. júlí 2018. Foreldrar hans eru María Ósk Ólafsdóttir og Hlynur Sigurðsson.
Drengur fæddur 18. júlí 2018. Foreldrar hans eru Una Rut Jónsdóttir og Garðar Hafsteinsson.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður
Umræða um störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu og helstu áherslur í starfinu.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður
Umræða um atvinnumál í Grundarfirði.

Bæjarstjórn mun leita eftir samtali við stofnanir á vegum sveitarfélaganna sem hafa það hlutverk að styðja við atvinnulíf.

Bæjarstjórn einsetur sér að heimsækja reglulega fyrirtæki í bænum og kynna sér starfsemi þeirra. Bæjarstjóra falin umsjón málsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Bæjarráð - 514

Málsnúmer 1806006FVakta málsnúmer

  • 3.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 514 Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir lausafjárstöðu.


  • 3.2 1804051 Greitt útsvar 2018
    Bæjarráð - 514 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 18,5% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs.

  • Bæjarráð - 514 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 19. júní sl., þar sem óskað er umsagnar vegna rekstrarleyfis fyrir veitingastaðinn Kaffi 59, Grundargötu 59, þar sem reka á veitingastað í flokki III.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið rekstrarleyfi að Grundargötu 59 verði veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 514 Kynntar voru hugmyndir um að fá fyrirtækið Líf og sál ehf. til að vinna vinnustaðaúttekt á leikskólanum Sólvöllum.

    Lögð fram verk- og kostnaðaráætlun vegna vinnustaðagreiningarinnar frá Líf og sál ehf. dags. 25. júní sl.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við fyrirtækið Líf og sál ehf. á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

    Samþykkt samhljóða.
  • 3.5 1804014 Sögumiðstöðin
    Bæjarráð - 514 Forsvarsmenn Svansskála, Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, Grétar Höskuldsson og Elsa Fanney Grétarsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

    Bæjarráð lítur svo á að núverandi leigusamningur við Svansskála gildi til maí 2019. Á tímabilinu verði rekstrarfyrirkomulag og skipulag hússins skoðað nánar í samvinnu við menningarnefnd.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 514 Gerð grein fyrir því að leigusamningur við Íbúðalánasjóð um íbúð að Ölkelduvegi 9 rennur út um næstu mánaðarmót. Á sama tíma rennur út leigusamningur við núverandi leigjanda.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð og kanna möguleika á áframhaldandi leigu íbúðarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 514 Gerð grein fyrir því að íbúð að Grundargötu 69 er laus til útleigu frá næstu mánaðarmótum. Íbúðin er í eigu Íbúðalánasjóðs og hefur verið framleigð af Grundarfjarðarbæ. Kallað hefur verið eftir úttekt Íbúðalánasjóðs á ýmsum ágöllum sem taldir eru vera á íbúðinni.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða nánar við Íbúðalánasjóð.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 514 Gerð grein fyrir því að íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, sé laus. Unnið er að viðhaldsviðgerðum á íbúðinni, svo unnt verði að úthluta henni aftur.

    Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 514 RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

    Lagt fram uppgjör vegna lekatjóns sem varð að Hrannarstíg 18 á síðasta ári, í tengslum við viðgerð á húsinu. Verktaki óskar eftir því að Grundarfjarðarbær taki þátt í kostnaði vegna tjónsins.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að greiða helming efniskostnaðar, sem er 240.250 kr. með virðisaukaskatti.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
  • Bæjarráð - 514 Lagður fram samningur um ljósmyndum við Tómas Frey Kristjánsson vegna ljósmyndunar árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning.
  • 3.11 1710023 Framkvæmdir 2018
    Bæjarráð - 514 Farið yfir stöðu helstu framkvæmda sem unnið er að skv. fjárhagsáætlun 2018.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla eftir hugmyndum Ungmennafélags Grundarfjarðar varðandi uppbyggingu aðstöðu á íþróttasvæði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 514 Lagt til að bæjarráð fari í heimsókn í Sundlaug Grundarfjarðar í næstu viku.

    Samþykkt samhljóða.
  • 3.13 1806022 Umhverfisrölt
    Bæjarráð - 514 Bæjarstjórn fól skipulags- og umhverfisnefnd að útfæra umhverfisrölt. Nefndin hefur fjallað um málið og leggur til að boðað verði til umhverfisrölts í hverfum bæjarins. Umhverfisröltið yrði sérstaklega auglýst.

    Bæjarráð fagnar hugmyndum skipulags- og umhverfisnefndar að umhverfisrölti 2.-5. júlí nk. Rölt verður um rauða hverfið mánudaginn 2. júlí, kl. 20:30, græna hverfið þriðjudaginn 3. júlí, kl. 20:30, bláa hverfið miðvikudaginn 4. júlí, kl. 20:30 og gula hverfið fimmtudaginn 5. júlí, kl. 20:30.

    Samþykkt samhljóða.

  • 3.14 1806041 Erindisbréf
    Bæjarráð - 514 Lögð fram erindisbréf fyrir nefndir bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingar á erindisbréfi menningarnefndar. Bæjarstjóri boðar til fundar í samráði við formann nefndarinnar, á meðan ekki hefur verið ráðið í starf menningar- og markaðsfulltrúa.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 514 Lögð fram tíma- og kostnaðaráætlun vegna hönnunar fyrir jarðvinnuútboð vegna bílastæða við Kirkjufellsfoss. Áætlanirnar eru unnar af fyrirtækinu Landslag ehf.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Landslag ehf.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Bæjarráð - 514 Lögð fram til kynningar umsögn Grundarfjarðarhafnar frá 21. júní sl. varðandi umsagnir sem fylgja bréfi Orkustofnunar frá 30. maí sl.
  • Bæjarráð - 514 Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2017.
  • Bæjarráð - 514 Lagt fram til kynningar bréf Lögreglustjórans á Vesturlandi frá 29. maí sl. varðandi staðfestingu samkomulags um sameiningu almannavarnarnefnda á Vesturlandi.
  • Bæjarráð - 514 Lagður fram til kynningar tímabundinn húsaleigusamningur við Ildi ehf. vegna skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.

4.Bæjarráð - 515

Málsnúmer 1807001FVakta málsnúmer

  • 4.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 515 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 515 Lagður fram til kynningar samanburður á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu sex mánuði ársins 2018.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram til kynningar tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2008-2017.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 10. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir bæjarhátíðina "Á góðri stund" sem haldin verður 26.-29. júlí nk.

    Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní sl., ásamt fylgigögnum. Jafnframt lögð fram drög að svari til nefndarinnar.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda svarbréfið til nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 515 Lagt fram erindi frá Consello ehf., tryggingaráðgjöf, þar sem fyrirtækið bíður fram þjónustu sína varðandi tryggingarmál sveitarfélagsins.

    Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að farið verði í slíka vinnu fyrr en að loknum samningstíma við núverandi tryggingafélag.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.7 1806022 Umhverfisrölt
    Bæjarráð - 515 Gerð grein fyrir umhverfisrölti 2018, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar röltu um bæinn með bæjarbúum. Lögð fram samantekt með ábendingum um ýmsa þætti sem betur mega fara og nauðsynlegt er að lagfæra.

    Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við áhaldahús bæjarins að forgangsraða verkefnum og lagfæra það sem unnt er að lagfæra strax.

    Bæjarráð sendir jafnframt samantektina til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 515 Lagðar fram teikningar og gerð grein fyrir nauðsynlegum gatnagerðarframkvæmdum milli Nesvegar og Sólvalla. Jafnframt lögð fram drög að samningi við Ístak, þar sem fyrirtækið býðst til að hafa yfirumsjón með því að bjóða verkið út og sjá til þess að það sé unnið.

    Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Ístak á grundvelli framlagðra gagna.

  • Bæjarráð - 515 Lögð fram hönnunargögn vegna nýs bílaplans við Kirkjufellsfoss, sem unnin eru af Landslagi ehf., landslagsarkitektum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í útboð á jarðvinnu bílaplans og frágangi þess. Styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram erindi frá Bakkastofu, Culture center, þar sem óskað er eftir þátttöku Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við upptöku á lagi Valgeirs Guðjónssonar í hljóðveri, en lagið er tileinkað Grundarfirði.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að fjárhæð 120.000 auk virðisaukaskatts.

    Styrkurinn tekur mið af því að höfundur lags og texta komi til Grundarfjarðar og flytji lagið opinberlega, t.d. á Rökkurdögum.

  • 4.11 1803006 Persónuverndarmál
    Bæjarráð - 515 Gerð grein fyrir nýrri löggjöf um persónuverndarmál, sem byggja á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Jafnframt gerð grein fyrir því að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa unnið að samkomulagi um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Snæfellsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp. Sá sem ráðinn verður heitir Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur. Send hefur verið tilkynning um málið til Persónuverndar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verið frá endanlegu samkomulagi í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

    Jafnframt lögð fram drög að persónuverndarstefnu Grundarfjarðarbæjar.

    Bæjarráð vísar drögunum til nýs persónuverndarfulltrúa til yfirferðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 10. júlí sl., varðandi tillögu að deiliskipulagi við Grundarfjarðarflugvöll. Skipulagsstofnun kemur með ábendingar í bréfinu um það að deiliskipulagstillagan sé í ósamræmi við aðalskipulag Grundarfjarðar 2003-2015, dreifbýlishluta, sem staðfest var 12. febrúar 2010.

    Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Steinunni Hansdóttur íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.
  • 4.14 1801023 Nesvegur 13
    Bæjarráð - 515 Lagt fram bréf bæjarstjóra til Landslaga vegna Nesvegar 13 varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrlausn málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um fyrirhugaða námsferð til Danmerkur 2.-6. september nk. Ferðin er skipulögð í samvinnu við Samtök stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS). Áætlaður kostnaður ferðarinnar er um 150 þús. kr.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að skrifstofustjóri fari í ferðina.
  • 4.16 1409024 Skólaakstur
    Bæjarráð - 515 Gerð grein fyrir skólaakstri vegna Grunnskóla Grundarfjarðar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði nýr samningur til þriggja ára við núverandi rekstraraðila. Samningurinn taki mið af því að skólabifreið verði endurnýjuð fyrir haustið 2018. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um skólaakstur.

  • 4.17 1807011 Gangstéttir 2018
    Bæjarráð - 515 Lagðar fram upplýsingar um verð vegna gerðar gangstétta sem skipulags- og byggingafulltrúi hefur kallað eftir. Verðtilboð barst frá tveimur aðilum, Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og JK&co slf.

    Bæjarráð leggur til að ráðist verði í gerð gangstéttar frá Fellasneið, niður Ölkelduveg og að Hrannarstíg. Gangstéttin verði ofan við götu.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda, JK&co slf.

    Samþykkt samhljóða.

    Jafnframt verði kallað eftir verðtilboðum í jarðvegsskipti á göngustíg yfir Paimpol garð, yfir að grunnskóla. Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að leita eftir verðtilboðum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Lögð fram og kynnt drög að starfsmannastefnu Grundarfjarðarbæjar. Í framhaldinu er ætlunin að kalla eftir aðkomu starfsmanna bæjarins.

    Bæjarráð lýsir yfir ánægju með vinnuna og felur skrifstofustjóra að vinna að endanlegum frágangi stefnunnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.19 1807025 Söguskilti, tillaga
    Bæjarráð - 515 Kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hefur verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna.

    Bæjarráð þakkar góða vinnu og vísar áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Bæjarráð leggur til að starf skipulags- og byggingafulltrúa verði auglýst að nýju. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skoða möguleika á að kaupa þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála og ennfremur að skoða samstarf á Snæfellsnesi

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, sat fundinn undir þessum lið.

    Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood á staðnum, þar sem 21 starfsmanni var sagt upp.

    Rekja má rætur FISK Seafood í Grundarfirði frá kaupum þess á Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar fyrir rúmum 20 árum og síðar útgerð Farsæls SH-30 og nú síðast Soffaníasi Cecilssyni ehf. Ljóst er að þessi uppsögn er mikið högg fyrir atvinnulíf bæjarins.

    FISK Seafood er einn stærsti atvinnurekandi og fasteignaeigandi bæjarins og ber því mikla samfélagslega ábyrgð í Grundarfirði.

    Bæjarráð lýsir yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallar eftir mótvægisaðgerðum af hálfu fyrirtækisins til að lágmarka skaða samfélagsins.

    Bæjarráð óskar jafnframt eftir öðrum fundi með framkvæmdastjóra og forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem rætt verði mögulegt samstarf til framtíðar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram til kynningar bréf Íslenskrar orkumiðlunar ehf. frá 4. júní sl., vegna fyrirspurnar um raforkukaup.

    Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að kannaðir verði möguleikar á að lækka raforkukostnað bæjarins.
  • Bæjarráð - 515 Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar frá 27. júní sl., vegna fjárveitinga til styrkvega 2018. Grundarfjarðarbær fékk úthlutað 1.000.000 kr.
  • Bæjarráð - 515 Lögð fram til kynningar fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 18. maí sl.

  • Bæjarráð - 515 Lögð fram til kynningar fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 29. júní sl.
  • 4.26 1807004 Leikskólinn, alþrif
    Bæjarráð - 515 Lagður fram til kynningar samningur við Starfsmannafélag leikskólans Sólvalla um alþrif á stofnuninni.
  • 4.27 1807001 HSH, þakkarbréf
    Bæjarráð - 515 Lagt fram til kynningar þakkarbréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) til bæjarstjórar Grundarfjarðar, þar sem HSH þakkar stuðning á undanförnum árum.
  • Bæjarráð - 515 Lagðir fram minnispunktar frá fundi Ríkisstjórnar Íslands sem haldinn var í Langaholti 16. júlí sl.

5.Bæjarráð - 516

Málsnúmer 1808001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 516 Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, var úthlutað á síðasta fundi bæjarráðs. Sá aðili sem úthlutað var íbúðinni, hætti við að taka hana. Önnur umsókn barst um íbúðina, frá Sverri Karlssyni. Bæjarráð samþykkti úthlutun íbúðarinnar til Sverris með tölvupósti.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúð nr. 104, að Hrannarstíg 18, til Sverris Karlssonar og staðfestir fyrirliggjandi samning.

  • Bæjarráð - 516 Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.

    Starf skipulags- og byggingafulltrúa var nýverið auglýst í þriðja sinn. Þrjár umsóknir bárust um starfið, auk eins erindis sem óljóst er af gögnum hvort sé umsókn. Óskað hefur verið eftir frekari gögnum til að upplýsa um hæfni umsækjenda.

    Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

    Samþykkt samhljóða.



  • Bæjarráð - 516 Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar sat fundinn undir þessum lið.

    Farið yfir verkefni og verklegar framkvæmdir sem heyra undir skipulags- og byggingafulltrúa, en bæjarstjóra var áður falin umsjón verkefna.

6.Bæjarráð - 517

Málsnúmer 1808005FVakta málsnúmer

  • Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
    Bæjarráð - 517 Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, sat fundinn undir þessum lið.

    Í ljós hefur komið að umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa voru fjórar, en kallað var eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum.

    Eftir yfirferð á umsóknum er ljóst að enginn umsækjenda uppfyllir nauðsynleg skilyrði skv. auglýsingu um starfið. Á grundvelli mats á fyrirliggjandi gögnum hafnar bæjarráð því öllum umsóknum.

    Samþykkt samhljóða.

    Á 218. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk vegna gerðar nýs bílastæðis við Kirkjufellsfoss.

    Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir landeigendum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar verksamningur við JK&Co ehf. vegna gerðar gangstétta frá Ölkelduvegi 29 að Fellasneið 20.
  • Bæjarráð - 517 Lagður fram til kynningar verksamningur við ÞG Þorkelsson ehf. vegna viðgerða á húsi grunnskólans.

    Bæjarráð kallar eftir upplýsingum um stöðu verksins.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS, RG og UÞS.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 192

Málsnúmer 1806005FVakta málsnúmer

  • Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara Skipulags- og umhverfisnefnd - 192 Tillögur eru eftirfarandi:
    Formaður Unnur Þóra Sigurðardóttir, samþykkt samhljóða.
    Varaformaður Vignir Smári Maríasson, samþykkt samhljóða.
    Ritari - Skipulags-og byggingarfulltrúi, samþykkt samhljóða.

    Erindisbréf kynnt fyrir fundarmönnum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 7.2 1406005 Stjórnsýslulög
    Farið yfir siðareglur og reglur nefndarmanna um vanhæfi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 192
    Erindi kynnt fyrir fundarmönnum.
  • Fellasneið 8 Árni Þór Hilmarsson óskar eftir byggingu einbýlishús samkvæmt fyrirliggjandi teikningu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 192
    Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og hvetur lóðarhafa til að sækja um byggingarleyfi og skila inn fullnægjandi gögnum.
  • 7.4 1806019 Fundartími nefnda
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 192
    Lagt til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl 17:00

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi fyrir bygginga 320 m2 flugskýlis við Grundarfjarðarflugvöll Skipulags- og umhverfisnefnd - 192 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BÁ og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 7.6 1806022 Umhverfisrölt
    Grundarfjörður var lengi þekktur fyrir að vera einstaklega snyrtilegur og fallegur bær, þar sem íbúar lögðu mikinn metnað í að snyrta til í kringum sig. Við getum alltaf gert betur í þessum málum og að því viljum við stefna - að vera þekkt fyrir snyrtilegt bæjarfélag í fallegu umhverfi.

    Nú í ár verður bæjarhátíðin okkar Á góðri stund haldin í 20. skiptið og er því aldrei betri ástæða en nú til að snyrta og fegra í kringum okkur.

    Það ætlum við að gera í samráði við íbúa og þess vegna býður skipulags- og umhverfisnefnd nú til umhverfisrölts. Nefndin vonast til að íbúar sjái sér fært að ganga með fulltrúum nefndarinnar og bæjarins um bæinn og sín hverfi og ræða hvað betur megi fara, hvernig best sé að framkvæma það sem hægt er að færa til betri vegar og að sjálfsögðu hvernig við getum passað uppá það sem vel hefur verið gert.

    Skipulags- og umhverfisnefnd vill boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar, bæjarstjóri, fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar og fulltrúi áhaldahúss munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum, ræða um það sem við getum lagað í umhirðu og frágangi svæða og vinna svo saman að úrlausnum ábendinga. Samhliða verði hvatt til hreinsunarátaks bæjarbúa, sem boðið verði að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í pokum sem síðan verða sóttir fimmtudaginn 19. júlí nk. Laugardaginn 21. júlí verði svo lengri opnun á gámstöðinni eða frá 11:00 til 16:00 ?. Markmiðið er að við hjálpumst öll að við að gera snyrtilegt í kringum okkur og tökum svo stolt á móti gestum í 20. sinn á bæjarhátíðinni okkar í enda mánaðarins.

    Ábendingar og tillögur ásamt mynd má einnig senda með tölvupósti. bygg@grundarfjordur.is eða thorsteinn@grundarfjordur.is

    Rauða hverfið: 2 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Grundargötu 59
    Græna hverfið: 3 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá búðinni
    Bláa hverfið: 4 júlí kl 20:30 - Hittumst hjá Sögumiðstöðinni
    Gula hverfið: 5 júlí kl 20:30 - Hittumst á víkingasvæðinu
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 192 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags og byggingarfulltrúa að kanna möguleika á lengri opnun þann 21 júlí eða frá 11:00 - 16:00 ásamt því að hafa samráð við starfsmenn áhaldahús og fela þeim að sækja pokana þann 19 júlí.

    Einnig er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa umhverfisröltið í samráði við bæjarskrifstofu.


    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, RG og BÁ.

  • Alta leggur til að kynningarfundur vegna nýs aðalskipulags verði haldinn þann 13 ágúst nk. Skipulags- og umhverfisnefnd - 192 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda kynningarfund fyrir aðalskipulagið þann 13 ágúst og leggur til að fundurinn verði haldin með eftirfarandi fyrirkomulagi:
    Opið hús með stuttum kynningum: Þannig gefst íbúum tækifæri til þess að kynna sér nýtt Aðalskipulag og mun skipulagsráðgjafi sitja fyrir svörum ásamt því að halda 2 stuttar kynningar á fyrirfram auglýstum tíma á meðan opið er.

    Skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarstjóra og starfsmenn Alta falið að útfæra, skipuleggja og auglýsa fundinn nánar.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 193

Málsnúmer 1807002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 193 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa og þar sem ekki náðist að afla fullnægjandi upplýsinga um atriði sem fram koma í umsögn Skipulagsstofnunar um tillöguna. Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tillaga um breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls var auglýst þann 2. júní og var frestur til að gera athugasemdir til 16. júlí sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd - 193 Þar sem engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma er skipulags- og byggingarfulltrúa falið skv. 2. mgr. í gr. 5.7.1 í skipulagsreglugerð að senda breytingu á deiliskipulagi fyrir Háls til athugunar hjá Skipulagsstofnun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Tillaga að byggingum á lóðunum Grundargötu 82 og Grundargötu 90 hafa verið grenndarkynntar. Alls bárust 3 athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd - 193 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna forfalla skipulags- og byggingarfulltrúa.
  • 8.4 1806022 Umhverfisrölt
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 193 Farið var yfir umhverfisskýrslu, hún skoðuð og rædd.
    Skipulags- og byggingarnefnd óskar efti því að blóm verði sett í blómaker bæjarins og að passað verði uppá að nægilega margar ruslatunnur
    verði til taks fyrir hátíðina okkar.

    Einnig viljum við leggja til að verkefni vinnuskólans í framtíðinni verði skoðuð með tilliti til umhverfisskýrslu.

    Vert er að kanna hvort hægt sé að koma á samstarfi við Skógræktarfélagið um umhirðu gróðurs á vegum bæjarins.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 193 Næstu skref og famvinda aðalskipulags rædd. Aðkallandi verkefni kynnt.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 194

Málsnúmer 1808002FVakta málsnúmer

  • Árni Þór Hilmarsson sækir um byggingaleyfi vegna Fellasneiðar 8.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 194 Ekki liggja fyrir öll þau gögn sem þarf til útgáfu byggingarleyfis, sbr. grein 2.4.1. byggingarreglugerðar og því er ekki unnt að afgreiða umsóknina eins og hún liggur fyrir.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Opið hús. Kynning á aðalskipulagstillögu á vinnslustigi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 18:00-21:00.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 194 Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd í fjarfundi undir þessum lið.

    Farið var yfir fyrirkomulag opins húss sem haldið verður til kynningar á vinnslutillögu aðalskipulags nk. mánudag. Matthildur fór yfir kynningu sem hún mun verða með á opna húsinu og kynningarmyndir sem hengdar verða upp á vegg í samkomuhúsinu. Ákveðið að láta liggja frammi einfalt kynningarblað með helstu upplýsingum um vefsíðu og um næstu skref.

  • Vinna við aðalskipulag.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 194 Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd á fjarfundi undir þessum lið.

    Hún fór yfir drög að minnisblaði um sjónrænt verðmæti landslags og mögulega nálgun hvað það varðar í stefnu nýs aðalskipulags. Samþykkt að meginefni kaflans verði hluti af nýrri skipulagstillögu. Til nánari umræðu á fundi um aðalskipulagið síðar.


    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.
  • 9.4 1807027 Skipulagsmál
    Staða mála.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 194 Aðkallandi verkefni rædd, farið yfir stöðu mála og næstu skref.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd - 195

Málsnúmer 1808006FVakta málsnúmer

  • Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 190 þann 22. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90, þar sem lóðarhafi hyggst byggja fjórbýli.

    Á kynningartíma bárust 3 athugasemdir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Nefndin yfirfór athugasemdir m.t.t. kynningargagna og framkvæmdar á grenndarkynningu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd telur að grenndarkynningunni hafi verið ábótavant og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, GS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi vegna stækkun/breytinga á gluggum að norðanverðu Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina á Grundargötu 82. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um lóð þar sem lóðinni hefur nú þegar verið úthlutað.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Kristín Soffaníasdóttir sækir um lóðina að Hlíðarvegi 7. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Lóðin er skipulögð sem íbúðarlóð. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsóknar og óskar eftir frekari upplýsingum um byggingaráform.

  • Lagt fram svarbréf til Skipulagsstofnunar við athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulags við flugvöll í Naustál. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd m.t.t. umræðna á fundinum frestar afgreiðslu.

    Nefndin vill bíða svars Skipulagsstofnunar og vinna að svari til landeiganda.

    RK - Tók ekki afstöðu til afgreiðslu málsins.
    UÞS - Hefur endurskoðað fyrri afstöðu sína til vanhæfis og vék ekki af fundi undir þessum lið.

    Bókun fundar BÁ vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 179 þann 6. júní 2017 var samþykkt lóðaúthlutun á Fellabrekku 5. Umsækjandi var Guðbjartur Brynjar Friðriksson.

    Afgreiðslan var svo endanlega staðfest á fundi bæjarstjórnar nr. 206 þann 8. júní 2017. Þann 15. júní 2017 var svo lóðarhafa tilkynnt um lóðarúthlutunina.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar enn samþykkt um úthlutun lóða og tímamörk þeirra og vísar í samþykkt sína á 190. fundi þann 22. maí sl., um að skipulags- og byggingafulltrúi fylgi eftir reglum um lóðaúthlutun.

    Þar sem ekki var sótt um leyfi fyrir framkvæmdum innan 12 mánaða frá úthlutun lóðarinnar er úthlutunin fallin úr gildi. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna lóðarhafa um afturköllun lóðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bent hefur verið á að í kringum jól, páska og góða stund sé ekki nóg að losa gráu tunnurnar á fjögurra vikna fresti - þær eigi það til að yfir fyllast. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auka losun á gráu tunnunum á þessum álagstímum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, RG, UÞS, SÞ og GS.

    Bæjarstjórn vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

11.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Kosning í öldungaráð, frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar
Lögð fram tillaga um Hildi Sæmundsdóttur, Elsu Árnadóttur og Ragnheiði Þórarinsdóttur sem aðalmenn í öldungaráð og Ólaf Guðmundsson, Jensínu Guðmundsdóttur og Þórunni Kristinsdóttur til vara.

Samþykkt samhljóða.

12.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Kosning í ungmennaráð, frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar
Lögð fram tillaga um Daníel Husgaard Þorsteinsson, Tönju Lilju Jónsdóttur og Elvu Björk Jónsdóttur sem aðalmenn í ungmennaráð og Ölmu Jenný Arnardóttur, Karen Lind Ketilbjarnardóttur og Lydíu Rós Unnsteinsdóttur til vara.

Samþykkt samhljóða.

13.Ráðningarsamningur bæjarstjóra

Málsnúmer 1808014Vakta málsnúmer

BÁ vék af fundi undir þessum lið.

Lagður fram og kynntur ráðningarsamningur við nýjan bæjarstjóra.

Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.

BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.

14.Skoðun á tekjum Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808015Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá samtali við SSV um verkefni vegna könnunar á staðbundnum áhrifum vegna breytinga í atvinnumálum.

Bæjarstjórn samþykkir að fara í skoðun á tekjum bæjarsjóðs með það í huga að rýna í þróun tekna, sjá samanburð við önnur sambærileg sveitarfélög og fá mynd af því hvaða áhrif breytingar í atvinnumálum hafa á tekjur bæjarsjóðs. Að sinni verði einkum rýnt í útsvarstekjur og tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráði falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina.

Samþykkt samhljóða.

15.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, RG, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins.

Bæjarráði er falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina. Fyrsta skref verði að óska eftir því að nefndir bæjarins fari yfir gildandi fjölskyldustefnu og skili bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.

Samþykkt samhljóða.

16.Persónuverndarstefna

Málsnúmer 1808017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að persónuverndarstefnu.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög.

17.Tilnefning fulltrúa í nefnd um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun sorps

Málsnúmer 1808020Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Unni Þóru Sigurðardóttur, formann skipulags- og umhverfisnefndar, sem fulltrúa Grundarfjarðarbæjar í nefnd um endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun sorps.

Samþykkt samhljóða.

18.Reglugerð um starfsemi slökkviliða

Málsnúmer 1808019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný reglugerð um starfsemi slökkviliða.

Til máls tóku JÓK, GS, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að halda fund með slökkviliðsstjóra og fara yfir reglugerðina.

Samþykkt samhljóða.

19.Umhverfisstofnun, áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1807005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 22. júní sl. varðandi áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

20.Skólaakstur 2019-2021

Málsnúmer 1807031Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Dodds ehf. um skólaakstur 2019-2021.

21.Ferðamálastofa - Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Málsnúmer 1808004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ferðamálastofu frá 8. ágúst sl. varðandi upplýsingar um styrkumsóknir.

22.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Kynningarfundir um frumvarp um nýja stofnun fyrir verndarsvæði

Málsnúmer 1808009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 10. ágúst sl., þar sem minnt er á kynningarfundi vegna frumvarps um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi.

23.Menntamálastofnun. Samstarfsverkefni um snemmtæka íhlutun

Málsnúmer 1808010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Menntamálastofnunar frá 10. ágúst sl. varðandi samstarfsverkefni um snemmtæka íhlutun með áherslu á málþroska og læsi. Sveitarfélögum gefst kostur á þátttöku í samstarfsverkefninu.

Bæjarstjórn vísar erindinu til yfirferðar í skólanefnd.

Samþykkt samhljóða.

24.Eldor - Úttektarskýrsla vegna Borgarbrautar 17

Málsnúmer 1805027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttekt eldvarnareftirlitsmanns Eldor slf. á Grunnskóla Grundarfjarðar og tengdum byggingum.

Til máls tóku JÓK og SÞ.

25.Eldor - Úttektarskýrsla vegna Sólvalla 3

Málsnúmer 1805028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar úttekt eldvarnareftirlitsmanns Eldor slf. á Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

26.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:12.