517. fundur 14. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Björg Ágústsdóttir (BA) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, sat fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Skipulags- og byggingafulltrúi - umsóknir

Málsnúmer 1804039Vakta málsnúmer

Málinu var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.
Unnur Þóra Sigurðardóttir, formaður skipulags- og umhverfisnefndar, sat fundinn undir þessum lið.

Í ljós hefur komið að umsóknir um starf skipulags- og byggingafulltrúa voru fjórar, en kallað var eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum.

Eftir yfirferð á umsóknum er ljóst að enginn umsækjenda uppfyllir nauðsynleg skilyrði skv. auglýsingu um starfið. Á grundvelli mats á fyrirliggjandi gögnum hafnar bæjarráð því öllum umsóknum.

Samþykkt samhljóða.

Á 218. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði í samstarfi við forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra veitt umboð til að leita annarra leiða til þess að tryggja starfsemi skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.

2.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Kirkjufellsfoss, samningur

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða um styrk vegna gerðar nýs bílastæðis við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóra falið að kynna verkefnið fyrir landeigendum.

Samþykkt samhljóða.

3.Verksamningur vegna gangstétta

Málsnúmer 1807029Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar verksamningur við JK&Co ehf. vegna gerðar gangstétta frá Ölkelduvegi 29 að Fellasneið 20.

4.Verksamningur vegna grunnskóla

Málsnúmer 1807030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar verksamningur við ÞG Þorkelsson ehf. vegna viðgerða á húsi grunnskólans.

Bæjarráð kallar eftir upplýsingum um stöðu verksins.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.