Málsnúmer 1808006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

  • Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 190 þann 22. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 82 og 90, þar sem lóðarhafi hyggst byggja fjórbýli.

    Á kynningartíma bárust 3 athugasemdir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Nefndin yfirfór athugasemdir m.t.t. kynningargagna og framkvæmdar á grenndarkynningu.

    Skipulags- og umhverfisnefnd telur að grenndarkynningunni hafi verið ábótavant og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, GS og BÁ.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi vegna stækkun/breytinga á gluggum að norðanverðu Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina á Grundargötu 82. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar umsókn um lóð þar sem lóðinni hefur nú þegar verið úthlutað.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Kristín Soffaníasdóttir sækir um lóðina að Hlíðarvegi 7. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Lóðin er skipulögð sem íbúðarlóð. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsóknar og óskar eftir frekari upplýsingum um byggingaráform.

  • Lagt fram svarbréf til Skipulagsstofnunar við athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulags við flugvöll í Naustál. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd m.t.t. umræðna á fundinum frestar afgreiðslu.

    Nefndin vill bíða svars Skipulagsstofnunar og vinna að svari til landeiganda.

    RK - Tók ekki afstöðu til afgreiðslu málsins.
    UÞS - Hefur endurskoðað fyrri afstöðu sína til vanhæfis og vék ekki af fundi undir þessum lið.

    Bókun fundar BÁ vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar nr. 179 þann 6. júní 2017 var samþykkt lóðaúthlutun á Fellabrekku 5. Umsækjandi var Guðbjartur Brynjar Friðriksson.

    Afgreiðslan var svo endanlega staðfest á fundi bæjarstjórnar nr. 206 þann 8. júní 2017. Þann 15. júní 2017 var svo lóðarhafa tilkynnt um lóðarúthlutunina.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar enn samþykkt um úthlutun lóða og tímamörk þeirra og vísar í samþykkt sína á 190. fundi þann 22. maí sl., um að skipulags- og byggingafulltrúi fylgi eftir reglum um lóðaúthlutun.

    Þar sem ekki var sótt um leyfi fyrir framkvæmdum innan 12 mánaða frá úthlutun lóðarinnar er úthlutunin fallin úr gildi. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að tilkynna lóðarhafa um afturköllun lóðar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Bent hefur verið á að í kringum jól, páska og góða stund sé ekki nóg að losa gráu tunnurnar á fjögurra vikna fresti - þær eigi það til að yfir fyllast. Skipulags- og umhverfisnefnd - 195 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auka losun á gráu tunnunum á þessum álagstímum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, RG, UÞS, SÞ og GS.

    Bæjarstjórn vísar málinu til fjárhagsáætlanagerðar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.