Málsnúmer 1808015

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 219. fundur - 16.08.2018

Bæjarstjóri greindi frá samtali við SSV um verkefni vegna könnunar á staðbundnum áhrifum vegna breytinga í atvinnumálum.

Bæjarstjórn samþykkir að fara í skoðun á tekjum bæjarsjóðs með það í huga að rýna í þróun tekna, sjá samanburð við önnur sambærileg sveitarfélög og fá mynd af því hvaða áhrif breytingar í atvinnumálum hafa á tekjur bæjarsjóðs. Að sinni verði einkum rýnt í útsvarstekjur og tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráði falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 259. fundur - 07.04.2022

Lögð fram drög að skýrslu SSV um úttekt á tekjuþróun bæjarins, sem Vífill Karlsson hefur unnið að. Úttektin snýr að mestu leyti að útsvari og þróun þess, sveiflum í útsvarstekjum, atvinnugreinaflokkun, áhrifum íbúafjölda o.fl., auk helstu tekjuforsendna. Í úttektinni eru framlög Jöfnunarsjóðs einnig skoðuð og þróun þeirra, sem og fasteignamat og þróun þess.
Allir tóku til máls.

Forseti leggur til að bæjarstjóra verði falið að ræða við Vífil um þau atriði sem fram komu í umræðu bæjarstjórnar svo unnt sé að ljúka skýrslunni.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 299. fundur - 08.05.2025

Lögð fram samantekt og greining SSV, dr. Vífils Karlssonar, á tekjum Grundarfjarðarbæjar frá 2002, með samanburði við tekjur annarra sveitarfélaga.

Vífill Karlsson sat fundinn í fjarfundi undir þessum lið.

Í greiningunni eru m.a. útsvarstekjur bæjarins frá íbúum í aldurshópi 18-67 ára greindar og bornar saman við tekjur þessa aldurshóps hjá öðrum sveitarfélögum. Skv. niðurstöðum er útsvarsgrunnur og þar með útsvarsgreiðslur mun lægri hjá Grundarfjarðarbæ, sé horft til þessa aldurshóps útsvarsgreiðenda, heldur en hjá samanburðarsveitarfélögunum, sem eru Snæfellsbær, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Vopnafjarðarhreppur, Húnabyggð og Bolungarvíkurkaupstaður.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita eftir frekari upplýsingum varðandi útsvarstekjur bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Vífill Karlsson, hagfræðingur, SSV - mæting: 17:40