Málsnúmer 1808048

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Með bréfi dags. 30. ágúst 2018 óskar Umhverfisstofnun eftir upplýsingum Grundarfjarðarbæjar um áætlanir/úrbætur í fráveitumálum.
Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn felur formanni skipulags- og umhverfisnefndar að afla upplýsinga um fyrirspurnina og upplýsa bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 522. fundur - 07.11.2018

Lögð fram gögn í vinnslu frá formanni skipulags- og umhverfisnefndar, vegna bréfs Umhverfisstofnunar og beiðni um svör við spurningum um stöðu og áform í fráveitumálum bæjarins.

Farið yfir spurningar og þeim svarað. Formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá svari til Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða.