522. fundur 07. nóvember 2018 kl. 16:30 - 21:28 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer



Lögð fram samantekt á stöðugildum hjá bænum í október 2018 og áætlun um stöðugildi að meðaltali fyrir árið 2019. Jafnframt lögð fram uppfærð launaáætlun.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun áranna 2020-2022. Ljóst er að útsvarstekjur sveitarfélagins eru ekki að hækka í samræmi við launaþróun á landinu og fyrirséða útgjaldaþörf bæjarsjóðs. Farið yfir breytingar sem gerðar verða á fyrirliggjandi drögum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2019

Málsnúmer 1810003Vakta málsnúmer


Lögð fram fleiri erindi sem borist hafa til viðbótar við fyrri styrkbeiðnir, sem bæjarráð hafði tekið afstöðu til, ásamt yfirliti yfir áætlaða styrki árið 2019.

Bæjarráð samþykkir yfirlitið og vísar því til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Umhverfisstofnun - Áætlun um úrbætur í fráveitumálum

Málsnúmer 1808048Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í vinnslu frá formanni skipulags- og umhverfisnefndar, vegna bréfs Umhverfisstofnunar og beiðni um svör við spurningum um stöðu og áform í fráveitumálum bæjarins.

Farið yfir spurningar og þeim svarað. Formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá svari til Umhverfisstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

4.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Dagur íslenskrar tungu

Málsnúmer 1811001Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðherra um dag íslenskrar tungu sem haldinn verður 16. nóvember nk.

Bæjarráð vísar bréfinu til skólanefndar.

5.Samband íslenskra sveitafélaga - Umræðu- og samráðsfundir vegna kjaraviðræðna 2019

Málsnúmer 1810042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem boðar til umræðu- og samráðsfundar um kjaraviðræður 2019, þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 14:00-16:00.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:28.