Málsnúmer 1809003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

  • Kjör varaformanns. Hafnarstjórn - 1 Í hafnarreglugerð kemur fram að bæjarstjórn ákveði hver hinna kjörnu fulltrúa í hafnarstjórn skuli vera formaður og hver varaformaður. Hafnarstjórn skipti að öðru leyti með sér verkum.
    Í samþykktum Grundarfjarðarbæjar segir að bæjarstjóri skuli vera formaður hafnarstjórnar.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að Runólfur Guðmundsson verði varaformaður.
  • .2 1806019 Fundartími nefnda
    Umræða um fundartíma hafnarstjórnar. Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjórn mun ekki hafa fasta fundartíma, en mun funda eftir því sem viðfangsefni kalla á.
  • Fyrir liggja siðareglur Grundarfjarðarbæjar fyrir kjörna fulltrúa, m.a. í nefndum og ráðum, frá mars 2014.
    Hafnarstjórn - 1 Farið yfir siðareglurnar.
    Rætt um verklag nefndar og fleira.
  • Fyrir fundinum lá átta mánaða uppgjör hafnarstjóra. Hafnarstjórn - 1 Farið yfir framlagt uppgjör og rætt um stöðuna. Tekjur og gjöld eru í samræmi við áætlun ársins. Tekjur hafnarsjóðs fram í byrjun september eru á svipuðu róli og var á árinu 2016. Árið 2017 er ekki hæft til samanburðar vegna áhrifa sjómannaverkfalls á tekjurnar.
  • Yfirferð Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjóri sýndi gátlista um verkefni hafnarinnar í viðhaldi og framkvæmdum.
  • Kosning tveggja fulltrúa Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþing, sem haldið verður í Reykjavík 25.-26. október 2018. Hafnarstjórn - 1 Í tengslum við þingið heldur Hafnasambandið málþing 24. október í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.
    Samþykkt að hafnarstjóri og bæjarstjóri verði fulltrúar Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþinginu.
  • Reglugerð lögð fram.
    Hafnarstjórn - 1 Rætt um öryggismál á höfn.
    Hafnarstjórn stefnir á að fara í vettvangsferð um hafnarsvæðin okkar og skoða, m.a. með tilliti til öryggismála.
  • Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs sat fundinn undir þessum lið vegna tengingar við bæjarstjórn.
    Hafnarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd við 130 metra lengingu Norðurgarðs.
    Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé.
  • Umræða um hreinlætisaðstöðu á hafnarsvæði.
    Hafnarstjórn - 1 Rætt um fyrirliggjandi hugmyndir um staðsetningu á almenningssalernum á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Hafnarstjórn - 1 Lagt fram til kynningar.