Málsnúmer 1809006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

  • Ungmennaráð - 4 Tillögur eru eftirfarandi:
    Formaður Daníel Husgaard Þorsteinsson
    Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú Heiður Björk Fossberg Óladóttir.
    Erindisbréf nefndarinnar lagt fram og kynnt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að vinna betur í málinu og auglýsa þingið þegar dagskrá er tilbúin. Ungmennaráð - 4 Dagskrá þingsins er ekki tilbúin. Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að kynning þingið fyrir ungmennum þegar dagskrá er tilbúin.

  • Ungmennaráð - 4 Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Mosfellsbæ fimmtudaginn 20. september nk.

    Fulltrúar ungmennaráðs þau Daníel Husgaard Þorsteinsson, Tanja Lilja Jónsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir ásamt Heiði Björk Fossberg Óladóttur, bæjarfulltrúa, munu sækja fundinn.
  • Ungmennaráð - 4 Á kjörtímabilinu stefnir ungmennaráð á að vera virkt, halda viðburði og leitast eftir samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög.

    Ungmennaráð vill að ungmenni viti af ráðinu og að þau geti komið hugmyndum á framfæri til þess.
  • Ungmennaráð - 4 Lagðar fram og kynntar siðareglur kjörinnar fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.