4. fundur 19. september 2018 kl. 16:00 - 16:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Daníel Husgaard Þorsteinsson
  • Tanja Lilja Jónsdóttir
  • Alma Jenný Arnarsdóttir
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiður Björk Fossberg Óladóttir bæjarfulltrúi
Dagskrá
Heiður Björk Fossberg Óladóttir setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns og ritara

Málsnúmer 1809038Vakta málsnúmer

Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Daníel Husgaard Þorsteinsson
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú Heiður Björk Fossberg Óladóttir.
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram og kynnt.

Samþykkt samhljóða.

2.Ungmennaþing Vesturlands

Málsnúmer 1809039Vakta málsnúmer

Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að vinna betur í málinu og auglýsa þingið þegar dagskrá er tilbúin.
Dagskrá þingsins er ekki tilbúin. Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að kynning þingið fyrir ungmennum þegar dagskrá er tilbúin.

3.Mosfellsbær - Ungt fólk og jafnréttismál

Málsnúmer 1809011Vakta málsnúmer

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Mosfellsbæ fimmtudaginn 20. september nk.

Fulltrúar ungmennaráðs þau Daníel Husgaard Þorsteinsson, Tanja Lilja Jónsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir ásamt Heiði Björk Fossberg Óladóttur, bæjarfulltrúa, munu sækja fundinn.

4.Störf ungmennaráðs á kjörtímabilinu

Málsnúmer 1809047Vakta málsnúmer

Á kjörtímabilinu stefnir ungmennaráð á að vera virkt, halda viðburði og leitast eftir samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög.

Ungmennaráð vill að ungmenni viti af ráðinu og að þau geti komið hugmyndum á framfæri til þess.

5.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Lagðar fram og kynntar siðareglur kjörinnar fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:45.