Málsnúmer 1809011

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Fyrir liggur boð á ráðstefnu um ungt fólk og jafnréttismál, sem fram fer í Mosfellsbæ 20. og 21. september 2018.
Lagt fram til kynningar tilkynning um landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál.

Til máls tóku JÓK og HBÓ.

Bæjarstjórn samþykkir að bjóða ungmennaráði að sækja þessa ráðstefnu. Ráðið njóti leiðsagnar nýs tengiliðar síns, sem er Heiður Björk Fossberg Óladóttir.

Ungmennaráð - 4. fundur - 19.09.2018

Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Mosfellsbæ fimmtudaginn 20. september nk.

Fulltrúar ungmennaráðs þau Daníel Husgaard Þorsteinsson, Tanja Lilja Jónsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir ásamt Heiði Björk Fossberg Óladóttur, bæjarfulltrúa, munu sækja fundinn.