Málsnúmer 1809020

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Kynnt bókun frá 176. fundi félagsmálanefndar Snæfellinga þann 4. september sl. þar sem nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, að fenginni tilvísun heilsugæslulæknis. Fram kemur að nefndin væntir góðs aðgengis íbúa Snæfellsness að þjónustunni.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún væntir góðs aðgengis að þjónustunni fyrir Snæfellinga.

Bæjarstjórn - 220. fundur - 13.09.2018

Með bókun á 176. fundi félagsmálanefndar Snæfellinga þann 4. september sl. fagnar nefndin því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, að fenginni tilvísun heilsugæslulæknis. Fram kemur að félagsmálanefnd væntir góðs aðgengis íbúa Snæfellsness að þjónustunni.
Lagt fram til kynningar bréf frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 5. september sl, varðandi bókun félagsmálanefndar Snæfellinga sem fagnar því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BP.

Bæjarstjórn fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún vænti góðs aðgengis Snæfellinga að þjónustunni á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.