Málsnúmer 1809028

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt 2014 í samræmi við grunnskólalög og leikskólalög. Stefnan er lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin telur að skólastefnuna þurfi að endurskoða og mælist til þess við bæjarstjórn að sú vinna fari fram.

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs umræðu um endurskoðun skólastefnu og fyrirkomulag vinnu við það. Frumumræða.
Bæjarráð er sammála því að fara þurfi í endurskoðun skólastefnu, en vill forgangsraða verkefnum þannig að endurskoðun fjölskyldustefnu og gerð stefnu um menningarmál hafi forgang. Skólastefna komi þó að einhverju leyti til skoðunar við endurskoðun fjölskyldustefnu.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 145. fundur - 14.11.2018

Nefndin telur að endurskoða eigi skólastefnu bæjarins, eins og fram kom á síðasta fundi.

Skólanefnd - 146. fundur - 04.02.2019

Fyrir fundinum lá vinnuskjal sem formaður nefndarinnar hafði tekið saman. Skjalið gefur yfirlit um hlutverk og skyldur nefndarinnar og þær upplýsingar sem nefndin þarf að óska eftir frá skólunum, í samræmi við lög um þá.
Fram kom að bæjarstjóri og formaður hittu leik- og grunnskólastjóra um miðjan desember sl. og fóru yfir gátlista Sambands ísl. sveitarfélaga um lagalega eftirlitsþætti í leik- og grunnskólastarfi. Skólastjórar munu gefa upplýsingar um stöðu þessara þátta í skólastarfinu og nefndin mun í framhaldinu leggja mat á þessa þætti.


Skólanefnd - 153. fundur - 25.05.2020

Rætt um skólastefnu í tengslum við heildarstefnu bæjarstjórnar.

Skólanefnd - 156. fundur - 19.04.2021

Skólastefna Grundarfjarðarbæjar, sett í apríl 2014.

Í 5. gr. laga um grunnskóla segir: "Sveitarfélög setja almenna stefnu um grunnskólahald í sveitarfélaginu og kynna fyrir íbúum þess."
Sambærilegt ákvæði er í lögum um leikskóla.

Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt í apríl 2014. Í henni segir að meta skuli hvernig gangi að framfylgja henni, a.m.k. á tveggja ára fresti.

Skólanefnd hefur áður rætt um að setja þurfi nánari aðgerðaáætlun á grunni skólastefnunnar, þannig að unnt sé að leggja mat á það hvernig til tekst með að framfylgja stefnunni. Hún er almennt orðuð eins og hún var sett fram 2014 og ætlunin var þá, að fylgja henni betur eftir með nánari aðgerðum. Skólastefnan er engu að síður að nýtast í skólastarfinu.

Rætt var um heildarstefnumótun þá sem í gangi var hjá Grundarfjarðarbæ 2019-2020. Vinnan var lögð til hliðar tímabundið þegar samkomutakmarkanir stóðu sem hæst á síðasta ári, en verður lokið á næstu vikum. Bæjarstjóri sýndi og fór lauslega yfir efni og uppsetningu þeirrar vinnu. Út frá efnivið þeirrar stefnu, um skólahald og aðstöðu, er ætlunin að vinna nánar með atriði sem snúa að skólastarfsemi og menntun.

Skólanefnd telur í ljósi þessarar stefnumótunar, þeirra verkefna sem unnið hefur verið að og stöðu skólamálanna, að ekki sé þörf á heildarendurskoðun skólastefnunnar á komandi ári í það minnsta. Hvað varðar skilgreiningu aðgerða/verkefna á grunni skólastefnu, þá verði til að byrja með unnið með það sem kemur út úr heildarstefnumótuninni, sem og þau umbótaverkefni sem skólarnir eru sjálfir með í vinnslu og/eða undirbúningi.

Kl. 17:55 vék Sigurður Gísli af fundi og var honum þakkað fyrir komuna og góðar upplýsingar.

Björg sagði frá helstu framkvæmdum sumarsins við húsnæði leik- og grunnskóla.
Skipt verður um glugga í húsnæði grunnskólans, múrviðgerðir halda áfram og innanhússviðhald í framhaldinu. Árið 2017 var gerð úttekt á ástandi skólahúsnæðis (hluta) utanhúss og í framhaldinu ákvað bæjarstjórn utanhússframkvæmdir sem unnar hafa verið síðan. Í næstu viku verður ástandsúttektin endurmetin, af Eflu sem vann hana á sínum tíma, og staðan tekin á framkvæmdum.
Sömuleiðis verður unnið mat á þörf fyrir endurbætur á húsnæði íþróttahúss, utanhúss.

Björg sagði einnig frá því að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefði komið í eftirlitsskoðun í leikskólann um miðjan febrúar. Eftirlitsskýrsla barst í mars. Þrjú minniháttar atriði voru til lagfæringa innanhúss og er þeim að hluta til lokið. Auk þess var lagt fyrir að gera við rennibraut í litla garðinum, en búið var að panta hluta rennibrautarinnar hjá söluaðila fyrir allnokkru. Rennibrautin var í framhaldinu tekin niður, til viðgerða.
Fyrir dyrum stendur verðkönnun vegna endurbóta á girðingarneti og frekara viðhald á lóð er sumarverkefni. Í sumar verður nýi áhaldakofinn einnig málaður.

Björg sagði frá því að bréf hefði borist frá foreldri, í lok mars, sem gerði athugasemdir við ástand leiktækja og lóðar leikskólans. Um er að ræða atriði sem þegar eru á framkvæmdalista sumarsins að mestu leyti.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri