145. fundur 14. nóvember 2018 kl. 16:30 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Leiðbeiningar fyrir skólanefndir

Málsnúmer 1811021Vakta málsnúmer

Fyrir lágu lög um grunnskóla og lög um leikskóla. Ennfremur leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga um skyldur og ábyrgð skólanefnda skv. lögum um leikskóla og grunnskóla.
Farið var yfir leiðbeiningar Sambandsins og meðfylgjandi gátlista um skyldur skólanefnda. Ennfremur farið yfir skýrslur um ytra mat leikskólans frá 2013 og grunnskólans frá 2015.
Rætt um starf nefndarinnar og hvernig nefndin fylgir eftir skyldum sínum skv. lögum. Nefndin mun óska eftir að skólastjórar gefi yfirlit yfir stöðu þeirra þátta sem gátlisti Sambandsins innifelur og setji fram tillögu eða óskir um umbætur og tímasetningu þeirra.
M.a. rætt um kennslu barna með annað móðurmál en íslensku, rætt um almenna upplýsingagjöf til foreldra og um vefsíður skóla, um samræmingu starfsdaga á milli skóla og einnig við framhaldsskólann.
Formaður nefndarinnar og bæjarstjóri munu funda með skólastjórum og fara yfir ýmis mál sem tengjast hlutverki skólanefndar og leita eftir sýn skólastjórnenda á þá þætti.

2.Skólastefna

Málsnúmer 1809028Vakta málsnúmer

Nefndin telur að endurskoða eigi skólastefnu bæjarins, eins og fram kom á síðasta fundi.

3.Mennta- og menningarmálaráðun.- Dagur íslenskrar tungu

Málsnúmer 1811001Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar.

4.Námskeið fyrir skólanefndir

Málsnúmer 1811020Vakta málsnúmer

Nefndarmönnum stendur til boða að taka þátt í námskeiði fyrir skólanefndir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. nóvember nk. Fyrirliggjandi var dagskrá námskeiðsins.

5.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Áætluð framlög vegna nýbúafræðslu 2018

Málsnúmer 1811022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:30.