Málsnúmer 1811010

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 222. fundur - 12.11.2018

Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir tímabundinni lausn úr sveitarstjórn, skv. 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga, vegna mikilla anna í starfi sínu.
Lagt fram bréf Rósu, þar sem hún óskar lausnar úr bæjarstjórn frá næstu áramótum og til loka ágúst á næsta ári.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Rósu tímabundna lausn frá störfum. Bjarni Sigurbjörnsson mun taka sæti Rósu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

Fyrir liggur bréf frá Rósu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa þar sem hún þakkar fyrir veitt leyfi frá störfum í bæjarstjórn, frá nóvember sl. og óskar eftir að taka aftur sæti sitt sem bæjarfulltrúi.

Samþykkt samhljóða að leyfi Rósu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa frá störfum í bæjarstjórn ljúki í kjölfar þessa fundar bæjarstjórnar.

Bjarna Sigurbjörnssyni er þakkað fyrir setu í bæjarstjórn sem aðalmaður í leyfi Rósu.