Farið yfir umræðupunkta frá Sunnu Njálsdóttur, bókasafnsfræðingi vegna starfsemi bókasafnsins og önnur verkefni sem hún heldur utan um.
Einnig farið yfir skönnun mynda Bærings, sem Olga Sædís Aðalsteinsdóttir hefur unnið ötult að.
Úkraínska listamannaparið Olena og Mykola hafa verið fengin til þess að vinna að nokkrum listtengdum verkefnum í Grundarfirði. Helstu verkefni sem þau hafa unnið að eru:
Fjallageitur sem mynda hlið við inngang að grenndargörðunum, vegglist við grunnskólann og í haust munu þau móta og smíða drekahaus við "orminn" í þríhyrning, til þess að leggja lokahönd á þá vinnu.
Rætt um möguleg vegglistaverk og samstarf við listamenn og áhugasama aðila í bænum.
Staða Sögumiðstöðvarinnar, uppbygging og framhald. Einnig farið yfir notkun á húsnæðinu, sem félagasamtök hafa mikið verið að nýta sér.
Önnur mál
Nefndin samþykkti að setja af stað eftirfarandi á aðventunni:
- Jólaratleikur; Skoðað verði hvort félagasamtök í bænum vilji taka að sér að sjá um jólaratleik fyrir börn, um miðjan desember.
- Jólaskreytingar; nefndin mun gangast fyrir því að veittar verði viðurkenningar fyrir hátíðlegar, fallegar eða eftirtektarverðar skreytingar húsa og umhverfis í sveitarfélaginu í desember. Skipuð verði dómnefnd íbúa í bænum, á öllum aldri. Bæjarbúar geti skilað inn ábendingum eða tilnefningum í þar til gerðan kassa sem komið verði fyrir á góðum stað í bænum. Tilkynnt verði um viðurkenningar á Þorláksmessu.
- Jóladagatal; nefndin mun undirbúa og gefa út viðburðadagatal fyrir viðburði í desember. Leitað verði eftir ábendingum um það sem í boði verður í bænum og gefið út á vef bæjarins. Dagatalið verður lifandi og bæta má viðburðum inná það, auk þess sem gert verði ráð fyrir því að fólk geti prentað það út og bætt inná, hver fyrir sig.