Málsnúmer 1901013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 198. fundur - 15.02.2019

Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við Búlandshöfða smkv. framlögðum teikningum.


Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu. Nefndin bendir á að fyrirhuguð viðbygging er inná helgunarsvæði vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 199. fundur - 30.04.2019

Lagðar fram teikningar sem sýna fyrirhugaða byggingu ofan við Búlandshöfða.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Landeigandi leggur fram nýjar teikningar að fyrirhugaðri viðbyggingu á Búlandshöfða. Áður var samþykkt á 199. fundi nefndarinnar þann 30. apríl 2019 að gefa út byggingarleyfi vegna byggingar, en nú er óskað eftir tilfærslu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 230. fundur - 12.10.2021

Lóðarhafi leggur inn nýjar teikningar sem fela í sér breytingar frá áður innsendum gögnum og afgreiðslum skipulags- og umhverfisnefndar. Um er að ræða breytingu frá áður samþykktum teikningum af viðbyggingu við íbúðarhúsið.

Upphafleg gögn voru samþykkt á 199. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.04.2019. Á 222. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 30.09.2020 voru lögð fram gögn um breytt byggingaráform og þau samþykkt. Byggingarleyfi skv. upphaflegum gögnum hefur ekki verið gefið út þar sem tilskyldum gögnum hefur ekki verið skilað inn.

Helstu breytingar núna fela í sér að húsið verður steinsteypt í stað timburs áður og viðbygging stækkar úr 198 m2 í um 280 m2 auk breytinga innanhúss. Framkvæmdir eru hafnar við viðbygginguna án tilskilinna leyfa og hefur byggingarfulltrúi haft afskipti af þeim.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlögð byggingaráform og felur byggingarfulltrúa að a) kanna betur hvort áformin uppfylla skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægð frá þjóðvegi, b) óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar og staðsetningu hennar með tilliti til yfirborðsvatns, og c) að ítreka við umsækjanda að hann afhendi uppfærðar teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól nefndin byggingarfulltrúa að kanna betur hvort byggingaráformin uppfylli skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægðarmörk frá þjóðvegi og óska eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar, staðsetningu með tilliti til yfirborðsvatns og að umsækjandi uppfæri teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.

Fyrir liggur svar frá Vegagerðinni þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fjarlægðar frá stofnvegi. Einnig hefur lóðarhafi gert grein fyrir nýtingu á húsinu ásamt því að gera grein fyrir yfirborðsvatni á byggingarstað. Aðal- og séruppdrættir liggja fyrir að undanskildum raflagnateikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús að öllum skilyrðum uppfylltum sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012, með síðari breytingum.