Málsnúmer 1901031

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 3. fundur - 23.01.2019

Lagt fram og farið yfir yfirlit yfir fjárhag hafnarsjóðs, tekjur og gjöld 2018.
Hafnarstjóra þakkað fyrir gott utanumhald í rekstri og starfsemi hafnarinnar.

Hafnarstjórn - 7. fundur - 19.11.2019


Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. yfirliti dags. 12. nóvember 2019.
Tekjur stefna í að verða 20% yfir fjárhagsáætlun ársins 2019. Útgjöld gætu farið 8% fram úr því sem áætlað var árið 2019. Á móti stærstum hluta þeirrar útgjaldaaukningar, koma auknar tekjur af útseldri vinnu.
Framkvæmdakostnaður var áætlaður fyrir árið 2019, en gæti breyst í takt við það hvernig yfirstandandi verkframkvæmdum miðar áfram það sem eftir er árs.