3. fundur 23. janúar 2019 kl. 12:00 - 14:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hafnargerð 2019-2020, Lenging Norðurgarðs

1901030

Rætt var um opnun tilboða í sjófyllingu, fyrsta áfanga lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar, sem fram fór í gær, 22. janúar 2019.
Eitt tilboð barst, frá Björgun, og Vegagerðin yfirfer nú tilboðsgögn.
Málið kemur til afgreiðslu hjá hafnarstjórn þegar niðurstöður liggja fyrir.


2.Verkefnalisti vegna lengingar Norðurgarðs Grundarfj.hafnar

1901022

Kynnt drög að verkefnalista vegna framkvæmdar við lengingu Norðurgarðs, sem hafnarstjóri hafði tekið saman.

3.Farþegagjöld Grundarfjarðarhafnar - niðurfelling

1901032

Lagt fram erindi SH 55 slf. um að felldir verði niður tveir reikningar vegna álagðra farþegagjalda á tvo útsýnisbáta fyrirtækisins á árinu 2018. Fyrirtækið telur að höfnin hafi ekki stoð í gjaldskrá sinni til gjaldtökunnar og hefur hafnað greiðslu reikninganna.
Bæjarstjóra falið að leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund hafnarstjórnar, í samræmi við umræður fundarins.

4.Staða hafnarsjóðs

1901031

Lagt fram og farið yfir yfirlit yfir fjárhag hafnarsjóðs, tekjur og gjöld 2018.
Hafnarstjóra þakkað fyrir gott utanumhald í rekstri og starfsemi hafnarinnar.

5.Kynningar og markaðsmál, yfirferð

1804009

Hafnarstjóri sagði frá markaðs- og kynningarstarfi hafnarinnar. Hafnarstjórn ræddi áform um starf ársins.
Hafnarstjóri sagði frá því að þegar séu bókaðar 53 komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn á komandi sumri. Síðastliðið sumar voru komur skemmtiferðaskipa samtals 28.

6.Umhverfisstofnun des. 2018 - Staðfest úrgangsáætlun Grundarfjarðarhafnar

1901007

Umhverfisstofnun hefur staðfest endurskoðaða áætlun Grundarfjarðarhafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum, sbr. 6. gr. rglg. nr. 1200/2014.
Bréf stofnunarinnar um staðfestinguna lagt fram til kynningar.
Endurskoða þarf áætlunina á þriggja ára fresti.

7.Hafnasambandsþing 2018 - þinggerð

1901028

Þinggerð frá síðasta hafnasambandsþingi lögð fram til kynningar.

8.Hafnasambandsþing 2018 Ályktun um öryggi í höfnum

1901027

Ályktun 41. hafnasambandsþings, 2018, um öryggi í höfnum lögð fram til kynningar.
Grundarfjarðarhöfn hefur unnið öryggisáætlun sína, sem er reglulega endurskoðuð. Hafnarstjórn ræddi hvernig höfnin getur gert enn betur í öryggismálum.

9.Hafnasamband, fundargerð 408, 23.nov.2018

1901029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Kynningarfundur 24. jan. 2019 um orkuskipti í íslenskum höfnum

1901026

Lagt fram til kynningar.

11.Minnisblað nóv. 2018 um stöðu landtenginga

1901025

Lagt fram til kynningar minnisblað hafnarstjóra Faxaflóahafna um stöðu landtenginga í höfnum landsins.

Fundargerð upplesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 14:44.