7. fundur 19. nóvember 2019 kl. 18:30 - 21:19 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Staða hafnarsjóðs

Málsnúmer 1901031Vakta málsnúmer


Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. yfirliti dags. 12. nóvember 2019.
Tekjur stefna í að verða 20% yfir fjárhagsáætlun ársins 2019. Útgjöld gætu farið 8% fram úr því sem áætlað var árið 2019. Á móti stærstum hluta þeirrar útgjaldaaukningar, koma auknar tekjur af útseldri vinnu.
Framkvæmdakostnaður var áætlaður fyrir árið 2019, en gæti breyst í takt við það hvernig yfirstandandi verkframkvæmdum miðar áfram það sem eftir er árs.

2.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2020

Málsnúmer 1911022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga hafnarstjóra að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2020. Ennfremur yfirlit yfir raunstöðu 12. nóvember 2019 og raunniðurstöðu ársins 2018, til samanburðar.

Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun 2020. Greinargerð hafnarstjóra fylgir áætluninni.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2020 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 125 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.

3.Breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda

Málsnúmer 1904011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staðfest breyting á aðalskipulagi vegna hafnarframkvæmda sem auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 1. nóvember sl.

4.Hafnarframkvæmdir, staða

Málsnúmer 1703024Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu hafnarframkvæmda og næstu skref. Í dag hófu verktakar að keyra grjóti í hafnargarðinn. Grjót er sótt í námu í Lambakróarholti.

5.Skipulagsdagurinn 2019

Málsnúmer 1911019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi bæjarstjóra á Skipulagsdeginum 8. nóvember 2019.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 416

Málsnúmer 1910031Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Siglingaráð - 18. fundur 5. sept. 2019

Málsnúmer 1911023Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Samráðsnefnd Hafnasambands og Fiskistofu - fundur 5. júní 2019

Málsnúmer 1911024Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 21:19.