Málsnúmer 1902004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 227. fundur - 11.04.2019

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið. Auk hans sat fundinn Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara.
    Skólanefnd - 147 Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum grunnskólans. Hann fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum, könnun sem gerð er tvisvar á ári meðal nemenda og einu sinni á ári meðal foreldra og starfsfólks grunnskóla. Könnunin er hluti af innra mati grunnskólans og endurspeglar sýn svarenda á ýmsa þætti í skólastarfinu, s.s. virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu (í og utan skóla), skóla- og bekkjaranda, heimastuðning, foreldrasamstarf, aðstöðu og þjónustu og opin svör.

    Nefndin telur æskilegt að íþrótta- og æskulýðsnefnd skoði þá þætti í könnuninni sem snúa að hreyfingu og heilsu.

    Rætt var um ýmis atriði sem fram koma í könnuninni. Auk þess rætt um málefni og aðstöðu heilsdagsskóla.

    Rætt var um reglur Grundarfjarðarbæjar um námsleyfi (grunnnám), sbr. lið nr. 4 á dagskránni, en skólanefnd hefur verið falið að gera tillögu að endurskoðun reglnanna. Grunnskólinn er með sérstakar reglur um stuðning við kennara í framhaldsnámi. Nefndin mun taka þær reglur og sameina við reglurnar um námsleyfi.

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

    Skólanefnd - 147 Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum Eldhamra, m.a. breytingum á nemendafjölda.

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

    Skólanefnd - 147 Minnispunktar skólastjóra um málefni Tónlistarskólans lágu fyrir fundinum.

  • Bæjarstjórn hefur samþykkt að endurskoða Reglur um styrki til kennaranema og hefur óskað eftir tillögu frá skólanefnd. Skólanefnd - 147 Umræða fór fram um reglurnar, sbr. einnig umræðu undir lið nr. 1 þar sem skólastjóri gerði grein fyrir framkvæmd reglnanna.
    Nefndin mun afla upplýsinga frá leikskólastjóra um framkvæmd reglnanna í leikskólanum. Nefndin telur rétt að bíða með að gera tillögu að endurskoðuðum reglum þar til fyrir liggja tillögur sem menntamálaráðherra hefur boðað um stuðning við kennaranema í grunnnámi.

  • Skólanefnd - 147 Lagt fram til kynningar.

  • Skólanefnd - 147 Lagt fram til kynningar.