147. fundur 18. mars 2019 kl. 16:30 - 18:55 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið. Auk hans sat fundinn Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara.
Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum grunnskólans. Hann fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum, könnun sem gerð er tvisvar á ári meðal nemenda og einu sinni á ári meðal foreldra og starfsfólks grunnskóla. Könnunin er hluti af innra mati grunnskólans og endurspeglar sýn svarenda á ýmsa þætti í skólastarfinu, s.s. virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu (í og utan skóla), skóla- og bekkjaranda, heimastuðning, foreldrasamstarf, aðstöðu og þjónustu og opin svör.

Nefndin telur æskilegt að íþrótta- og æskulýðsnefnd skoði þá þætti í könnuninni sem snúa að hreyfingu og heilsu.

Rætt var um ýmis atriði sem fram koma í könnuninni. Auk þess rætt um málefni og aðstöðu heilsdagsskóla.

Rætt var um reglur Grundarfjarðarbæjar um námsleyfi (grunnnám), sbr. lið nr. 4 á dagskránni, en skólanefnd hefur verið falið að gera tillögu að endurskoðun reglnanna. Grunnskólinn er með sérstakar reglur um stuðning við kennara í framhaldsnámi. Nefndin mun taka þær reglur og sameina við reglurnar um námsleyfi.

2.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum Eldhamra, m.a. breytingum á nemendafjölda.

3.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

Minnispunktar skólastjóra um málefni Tónlistarskólans lágu fyrir fundinum.

4.Reglur um námsleyfi

Málsnúmer 1903013Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur samþykkt að endurskoða Reglur um styrki til kennaranema og hefur óskað eftir tillögu frá skólanefnd.
Umræða fór fram um reglurnar, sbr. einnig umræðu undir lið nr. 1 þar sem skólastjóri gerði grein fyrir framkvæmd reglnanna.
Nefndin mun afla upplýsinga frá leikskólastjóra um framkvæmd reglnanna í leikskólanum. Nefndin telur rétt að bíða með að gera tillögu að endurskoðuðum reglum þar til fyrir liggja tillögur sem menntamálaráðherra hefur boðað um stuðning við kennaranema í grunnnámi.

5.Félagsmálaráðuneytið - Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna

Málsnúmer 1902045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Til kynningar - barna-og ungmennatímarit

Málsnúmer 1903015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:55.