Rætt um fyrirkomulag á sumarnámskeiðum fyrir börn og nýbreytni í framkvæmd þeirra. Nefndin leggur til að í ár verði námskeið í tvær vikur eftir skólalok, þ.e. 3. -14. júní, og tvær vikur í ágúst, þ.e. 6. til 14. ágúst. Æskilegt er að námskeið séu bæði fyrir og eftir hádegi, þ.e. frá 9-12 og 13-16. Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir sem vinna mætti með: - Leitast verði við að hafa námskeiðin fjölbreytt og fræðandi - Leitað verði eftir samvinnu við félagasamtök um aðkomu og umsjón með ákveðnum þáttum - Leitast verði við að finna einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja námskeiðunum lið, t.d. með kennslu, fræðslu eða afþreyingu. - Ennfremur að leita eftir samstarfi við félag eldri borgara og áhugasama einstaklinga, sbr. umræður fundarins - til nánari útfærslu.
Rætt um fyrirkomulag sumarnámskeiða fyrir yngri börn og ýmsar hugmyndir um útfærslu. Bæjarstjóri sér fyrir sér að ráða verkefnisstjóra til að hefja undirbúning og skipulagningu sumarnámskeiðanna sem fyrst. Nú í vikunni verður svo auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa hjá bænum. M.a. verður auglýst eftir umsjónarmanni með sumarnámskeiðunum og aðstoðarmanneskju.
Gréta Sigurðardóttir sat fundinn undir þessum lið, en hún mun sjá um sumarnámskeið fyrir börn í júní og ágúst.
Farið var yfir fyrirkomulag sumarnámskeiðs fyrir börn sem fyrirhugað er í júní og ágúst. Gréta sagði frá undirbúningi námskeiðanna. Hún hefur rætt við fulltrúa UMFG um samræmingu íþróttaæfinga við námskeiðin. Rætt um möguleika til samstarfs við félagasamtök í bænum um aðkomu að námskeiðunum.
Gréta Sigurðardóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður sumarnámskeiða í sumar.
Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars. Rætt var um reynsluna af sumarnámskeiðum 2019. Almenn ánægja virðist hafa verið með sumarnámskeiðin og góð aðsókn. Að beiðni bæjarstjóra tók Gréta ennfremur saman yfirlit með upplýsingum um námskeið annarra sveitarfélaga og samanburð, sem nefndin mun fara yfir síðar. Grétu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við. Nefndin vill ennfremur þakka aðstoðarmanni á námskeiðunum og öllum samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag.
Nefndin leggur til að í ár verði námskeið í tvær vikur eftir skólalok, þ.e. 3. -14. júní, og tvær vikur í ágúst, þ.e. 6. til 14. ágúst. Æskilegt er að námskeið séu bæði fyrir og eftir hádegi, þ.e. frá 9-12 og 13-16.
Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir sem vinna mætti með:
- Leitast verði við að hafa námskeiðin fjölbreytt og fræðandi
- Leitað verði eftir samvinnu við félagasamtök um aðkomu og umsjón með ákveðnum þáttum
- Leitast verði við að finna einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja námskeiðunum lið, t.d. með kennslu, fræðslu eða afþreyingu.
- Ennfremur að leita eftir samstarfi við félag eldri borgara og áhugasama einstaklinga, sbr. umræður fundarins - til nánari útfærslu.
Bæjarstjóri sjái um að koma undirbúningi af stað.