88. fundur 07. febrúar 2019 kl. 16:10 - 19:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar

Málsnúmer 1810008Vakta málsnúmer



Áframhaldandi umræða var um markmið og verkefni nefndarinnar.
Undir þessum lið var m.a. rætt um forvarnir og var skólastjóri grunnskólans gestur undir þeim lið. Grunnskólinn mun taka undir boð forvarnafulltrúa FSN um að sameinast um að fá fyrirlesara í heimsókn, fyrir nemendur FSN og nemendur á unglingastigi grunnskólans.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskólans

2.Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd

Málsnúmer 1810006Vakta málsnúmer

Fyrirhugaður er fundur nefnda bæjarins með félagasamtökum í íþrótta-, félags- og menningarstarfi. Rætt um framkvæmd, en unnið er að undirbúningi.

3.Sumarnámskeið fyrir börn 2019

Málsnúmer 1902015Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag á sumarnámskeiðum fyrir börn og nýbreytni í framkvæmd þeirra.
Nefndin leggur til að í ár verði námskeið í tvær vikur eftir skólalok, þ.e. 3. -14. júní, og tvær vikur í ágúst, þ.e. 6. til 14. ágúst. Æskilegt er að námskeið séu bæði fyrir og eftir hádegi, þ.e. frá 9-12 og 13-16.
Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir sem vinna mætti með:
- Leitast verði við að hafa námskeiðin fjölbreytt og fræðandi
- Leitað verði eftir samvinnu við félagasamtök um aðkomu og umsjón með ákveðnum þáttum
- Leitast verði við að finna einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja námskeiðunum lið, t.d. með kennslu, fræðslu eða afþreyingu.
- Ennfremur að leita eftir samstarfi við félag eldri borgara og áhugasama einstaklinga, sbr. umræður fundarins - til nánari útfærslu.

Bæjarstjóri sjái um að koma undirbúningi af stað.

4.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer


Áframhaldandi umræða varð um áherslur og skilaboð nefndarinnar við endurskoðun fjölskyldustefnu. Rætt var um forvarnir í víðu samhengi, um gæði í samfélagi, mikilvægi þess að kynslóðir eigi samskipti og miðli hver til annarrar, um að allir hafi hlutverk í samfélaginu, o.fl. Efnið mun nýtast við undirbúning fundar með félagasamtökum og inní frekari umræðu um fjölskyldustefnu.

5.SSV - Velferðarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1901008Vakta málsnúmer


Drög að velferðarstefnu Vesturlands eru í kynningar- og umsagnarferli hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Bæjarstjórn auglýsti drögin og bauð uppá umsagnir eða ábendingar.
Nefndin hefur farið yfir stefnudrögin og lýsir ánægju með efni þeirra. Nefndin telur að margt í stefnudrögunum eigi samhljóm með t.d. fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar og markmiðum nefndarinnar, t.d. hvað varðar forvarnir. Ýmis markmið og leiðir í stefnunni nýtist því vel í starfi íþrótta- og æskulýðsnefndar. Nefndin mun fylgjast með framhaldinu og nýta sér stefnuna þegar hún verður fullbúin.

6.ÍSÍ - Viðburðir 2019

Málsnúmer 1902013Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar og rætt yfirlit ÍSÍ og UMFÍ 2019 um viðburði sem ýta undir hreyfingu almennings.

7.HSH - Verndum þau, námskeið 13. feb. 2019

Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar boð um þátttöku á námskeiði fyrir fólk sem vinnur með börnum, þann 13. febrúar nk. í húsnæði FSN.

8.Ráðstefna um ofbeldi í íþróttum 30. janúar

Málsnúmer 1901018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:50.