Málsnúmer 1903003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

  • Menningarnefnd - 21 Lagðar fram til kynningar umsóknir Grundarfjarðarbæjar í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og úthlutanir sjóðsins á 3 styrkjum til bæjarins.
    Farið yfir eftirfarandi:
    a) Styrkur til útilistsýninga í Grundarfirði. Umsóknin gengur út á að útbúnir verði traustbyggðir standar fyrir ýmiss konar sýningar sem flakkað gætu á milli staða.
    Nefndin tilnefnir Sigurborgu og Tómas til að halda utan um verkefnið og koma því í framkvæmd. Þau muni leita hugmynda frá áhugasömum, inní verkefnið.

    b) Styrkir til ljósmynda- og kvikmyndasafns Bærings Cecilssonar.
    Farið yfir umsóknir og næstu skref í að koma ljósmyndum og kvikmyndum í nýtilegt form.
    Eygló Bára er tilnefnd af hálfu menningarnefndar til að vinna að næstu skrefum við skönnun ljósmynda.

  • .2 1801048 Sögumiðstöðin
    Menningarnefnd - 21 Rætt um starfsemi í Sögumiðstöð og framtíðarþróun. Fyrir dyrum standa breytingar þar sem samningur við rekstraraðila kaffihúss í Sögumiðstöð rennur út síðar á árinu.
    Mikilvægt er að vel takist til við ákvörðun um starfsemi og aðstöðu í húsinu, í samhengi við menningarstarf í sveitarfélaginu í heild sinni, og að efnt verði til góðs samtals við íbúa og hagsmunaaðila.



    Bókun fundar Til máls tóku HK, JÓK, SÞ, BÁ og UÞS.

  • Menningarnefnd - 21 Vísað í fyrri umræður nefndarinnar um málið.
    Unnur Birna og Sigurrós Sandra eru tilnefndar af hálfu menningarnefndar til að fylgja málinu eftir.

  • Menningarnefnd - 21 Eldra mál lagt fyrir - sama umræða og undir lið nr. 3 á dagskránni.

  • .5 1905015 17. júní 2019
    Menningarnefnd - 21 UMFG hefur tekið að sér að annast hátíðarhöld 17. júní í ár.