Málsnúmer 1903013

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

"Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða "Reglur um styrki til starfsmanna á Leikskólanum Sólvöllum og í Grunnskóla Grundarfjarðar sem stunda fjarnám við leikskólakennaraskor og kennaraskor KHÍ".

Bæjarstjórn vísar reglunum til skólanefndar til skoðunar og felur nefndinni að gera tillögur um endurbættar reglur. Höfð verði hliðsjón af breytingum sem orðið hafa síðan reglurnar voru settar, á kennaranámi og fleiru. Skólanefnd er sérstaklega falið að kanna hvernig framkvæmd þessara mála hefur verið háttað hjá skólum bæjarins síðustu árin."

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 147. fundur - 18.03.2019

Bæjarstjórn hefur samþykkt að endurskoða Reglur um styrki til kennaranema og hefur óskað eftir tillögu frá skólanefnd.
Umræða fór fram um reglurnar, sbr. einnig umræðu undir lið nr. 1 þar sem skólastjóri gerði grein fyrir framkvæmd reglnanna.
Nefndin mun afla upplýsinga frá leikskólastjóra um framkvæmd reglnanna í leikskólanum. Nefndin telur rétt að bíða með að gera tillögu að endurskoðuðum reglum þar til fyrir liggja tillögur sem menntamálaráðherra hefur boðað um stuðning við kennaranema í grunnnámi.

Skólanefnd - 148. fundur - 13.05.2019

Farið var yfir reglur um styrki til starfsmanna í kennaranámi, sem teknar hafa verið til endurskoðunar. Til frekari úrvinnslu hjá bæjarskrifstofu.