Málsnúmer 1904001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 227. fundur - 11.04.2019

Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2018 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.140,8 millj. kr., þar af voru 988,9 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 43,5 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 22,1 millj. kr.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 13,1%.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.628,6 millj. kr. og skuldaviðmið 145,57% en var 135,64% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 765,9 millj. kr. í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall var 31,0% en var 32,5% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 22,3 millj. kr. og handbært fé í árslok 107,6 millj. kr. en var 9,9 millj. kr. árið áður.

Tafla

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019


Hólmgrímur Bjarnason löggiltur endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir kynntu ársreikning 2018, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi árið 2018.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 samþykktur samhljóða.