Málsnúmer 1905003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 228. fundur - 09.05.2019

Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.

Til máls tóku JÓK, GS, HBÓ og UÞS.

Umræða um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði, eins og erindisbréf kveður á um.

Bæjarstjórn vísar erindi HSH til ungmennaráðs og jafnframt að tekið verði til umræðu fjöldi fulltrúa í ráðinu.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð - 6. fundur - 14.05.2019

Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu(HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.
Bæjarstjórn vísaði erindi HSH til ungmennaráðs.
Ungmennaráð Grundarfjarðarbæjar tekur vel í erindið og samþykkir að fara í samstarf við HSH og felur starfsmanna nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag.

Samþykkt samhljóða.