6. fundur 14. maí 2019 kl. 17:00 - 17:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Daníel Husgaard Þorsteinsson aðalmaður
  • Elva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Tanja Lilja Jónsdóttir aðalmaður
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) bæjarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiður Björk Fossberg Óladóttir bæjarfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.UMFÍ ungmennaráðstefna Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 1902024Vakta málsnúmer

Umræða um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði.
Þrír fulltrúar ungmennaráðs sátu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í Borgarnesi 21.-23. mars sl. ásamt bæjarfulltrúa.

Fulltrúar ungmennaráðs voru sammála um að ráðstefnan var fróðleg og skemmtileg. Þetta var gott tækifæri til að stíga út fyrir þægindaramman og hitta önnur ungmennaráð á landinu.Það var gaman að þetta voru ekki bara fyrirlestrar heldur einnig leikir og smiðjur til að kynnast krökkunum á ráðstefnunni.
Fyrirlestrarnir voru fróðlegir og gaman var að fá tækifæri til að spurja ráðherra spurningar.

2.HSH - Erindi um ungmennaráð HSH

Málsnúmer 1905003Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu(HSH) frá 6. maí sl. þar sem fram kemur hugmynd um að stofna ungmennaráð HSH. Jafnframt er kannaður vilji bæjarstjórna á Snæfellsnesi til samstarfs, þannig að ungmennaráð sveitarfélaganna sinni jafnframt verkefnum ungmennaráðs HSH.
Bæjarstjórn vísaði erindi HSH til ungmennaráðs.
Ungmennaráð Grundarfjarðarbæjar tekur vel í erindið og samþykkir að fara í samstarf við HSH og felur starfsmanna nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um fyrirkomulag.

Samþykkt samhljóða.

3.Störf ungmennaráðs á kjörtímabilinu

Málsnúmer 1809047Vakta málsnúmer

Fjallað um næstu verkefni ungmennaráðs.
Ungmennaráð hélt bingó til styrkar dvalarheimilinu Fellaskjóli 3. apríl sl. og söfnuðust 100.000 kr. sem afhentar verða formlega við fyrsta hentugleika dvalarheimilisins.

Ungmennaráð ætlar að halda leikjadag fyrir ungmenni Grundarfjarðar sem verður auglýstur síðar.

4.Erindisbréf ungmennaráðs - Fjöldi fulltrúa

Málsnúmer 1905018Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísaði umræðu um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði til ungmennaráðs.
Ungmennaráð fagnar tillögu um fjölgun fundarmanna í ungmennaráði og leggur til við bæjarstjórn að það verði gert frá næstu áramótum. Ungmennaráð býðst til þess að leggja fram tillögu að nýjum fulltrúum í ráðið.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:30.