Málsnúmer 1905018

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 6. fundur - 14.05.2019

Bæjarstjórn vísaði umræðu um hvort hafa ætti fimm fulltrúa í ungmennaráði til ungmennaráðs.
Ungmennaráð fagnar tillögu um fjölgun fundarmanna í ungmennaráði og leggur til við bæjarstjórn að það verði gert frá næstu áramótum. Ungmennaráð býðst til þess að leggja fram tillögu að nýjum fulltrúum í ráðið.

Samþykkt samhljóða.

Ungmennaráð - 7. fundur - 21.03.2023

Lagt fram erindisbréf fyrir ungmennaráð.
Unnið er að breytingum á erindisbréfinu.
Ungmennaráð samþykkti að formaður ráðsins verði Áslaug Stella Steinarsdóttir og að varaformaður þess verði Aþena Hall Þorkelsdóttir.
Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.