7. fundur 21. mars 2023 kl. 16:15 - 17:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Áslaug Stella Steinarsdóttir formaður
  • Aþena Þöll Þorkelsdóttir
  • Sólveig Stefanía Bjarnadóttir
  • Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir
  • Telma Fanný Svavarsdóttir
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi setti fundinn og bauð nýkjörna fulltrúa í ungmennaráði velkomna á sinn fyrsta fund.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns og varaformanns ungmennaráðs

Málsnúmer 1905018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindisbréf fyrir ungmennaráð.
Unnið er að breytingum á erindisbréfinu.
Ungmennaráð samþykkti að formaður ráðsins verði Áslaug Stella Steinarsdóttir og að varaformaður þess verði Aþena Hall Þorkelsdóttir.
Jafnframt var samþykkt að ritari nefndarinnar verði Ólafur, starfsmaður íþrótta- og tómstundanefndar, nema annað verði ákveðið.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 2207002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar við upphaf nefndarstarfs siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Grundarfjarðarbæjar.

Íþrótta-og tómstundafulltrúi fór yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa.

3.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2002037Vakta málsnúmer

Ólafur fór yfir verkefnið um barnvæn sveitarfélög og þátttöku Grundarfjarðarbæjar í því.
Ungmennaráði líst vel á að Grundarfjarðarbær taki þátt í þessu verkefni.

4.Verkefni Ungmennaráðs

Málsnúmer 2303015Vakta málsnúmer

Farið yfir hlutverk og verkefni ráðsins.
Hlutverk ungmennaráðs er tiltekið í erindisbréfi þess.
Rætt var um verkefni ráðsins á síðasta kjörtímabili. Þar á meðal má nefna hugmyndir um ungmennahitting í Sögumiðstöðinni, viðburði og þátttöku í skipulagningu á hátíðum á vegum bæjarins. Ákveðið var að nefndin myndi skipuleggja ungmennahitting í Sögumiðstöðinni í maí nk.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 17:05

5.Framkvæmdir við íþróttamiðstöð

Málsnúmer 2303016Vakta málsnúmer

Ólafur fór yfir framkvæmdir við íþróttamiðstöð á árinu 2023 og kynnti stöðu þeirra. Góðar umræður fóru fram.
Fundi slitið. Fundargerð verður tekin saman að loknum fundi og send nefndarfulltrúum til yfirlestrar, rafræns samþykkis og undirritunar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 17:50.