Málsnúmer 1905024

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 200. fundur - 16.05.2019

Lögð fram fyrirspurn frá Mörtu Magnúsdóttur samræmi við skipulag v. starfsemi menningarhúss að Sólvöllum 8.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, að í tillögu á vinnslustigi fyrir endurskoðun Aðalskipulags í Grundarfirði er Framnes skilgreint sem athafnasvæði og fellur því menningarhús vel að þeirri skilgreiningu.

Áætluð starfsemi er því í samræmi við nýtt Aðalskipulag sem nú er í breytingaferli.

Nefndin leggur áherslu á að notkun húsnæðisins sé rétt skráð og að sótt sé um þær breytingar sem áætlaðar eru ásamt teikningum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 208. fundur - 04.12.2019

TSC ehf sendir inn formlega umsókn um byggingarleyfi vegna Klifurhússins að Sólvöllum 8 með áorðnum breytingum.

Byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á húsnæðinu í sumar og óskuðu eftir að umsókn um byggingarleyfi ásamt reyndarteikningum.

Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí síðastliðinn var erindið tekið fyrir þ.e. hvort starfsemi menningarhúss samræmdist skipulagi umhverfis. Nefndin lagði áherslu á að notkun húsnæðisins væri rétt skráð og að sótt yrði um þær breytingar sem áætlaðar yrðu ásamt teikningum.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.