200. fundur 16. maí 2019 kl. 17:00 - 21:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Byggingaleyfi - Sæból 31b.

Málsnúmer 1904030Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingaleyfi vegna breytinga á hurðum að Sæbóli 31b.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Byggingaleyfi - Fellasneið 8

Málsnúmer 1902018Vakta málsnúmer

Lögð fram breytingartillaga af afstöðu húss að Fellasneið 8.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á afstöðu hússins að Fellasneið 8 að undangengnu samþykki nágranna.

3.Stöðuleyfi - Sólvellir 5

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi þar sem Rútuferðir ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma inná lóð sinni að Sólvöllum 5.

Lísa Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi fyrir 2 gáma á lóðinni að Sólvöllum 5 til 29.03.2020.

4.Fyrirspurn - Húsfélag Sólvalla 6

Málsnúmer 1905022Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá húsfélagi Sólvalla 6 um uppsetningu stoðveggs, bílastæði við baklóð og væntanlega ofanábyggingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki óeðlilegt að reistur sé veggur allt að 1,8 m. m.v. gólfkvóta lóðanna að Sólvöllum 8 og 10. Formlegri umsókn þarf að fylgja samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Hvað varðar bílastæði við nýja götu sunnan við Sólvelli 6 telur nefndin rétt að leita nýrra leiða.

Fyrirhuguð yfirbygging fellur vel að þeim hugmyndum um Framnes sem fram eru komnar í tillögu á vinnslustigi fyrir endurnýjun Aðalskipulags í Grundarfirði.

Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjendur um framkomnar hugmyndir.


5.Grundarfjarðarbær og UMFG - Staðsetning á pannavelli

Málsnúmer 1905026Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær og UMFG óska eftir leiðbeiningum varðandi staðsetningu fyrir Pannavöll.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að lagt verði undirlag sem hæfir pannavellinum og hann staðsettur á grasbalanum þar sem ærslabelgurinn er nú þegar.

6.TSC ehf. - Fyrirspurn um samræmi við skipulag.

Málsnúmer 1905024Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Mörtu Magnúsdóttur samræmi við skipulag v. starfsemi menningarhúss að Sólvöllum 8.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, að í tillögu á vinnslustigi fyrir endurskoðun Aðalskipulags í Grundarfirði er Framnes skilgreint sem athafnasvæði og fellur því menningarhús vel að þeirri skilgreiningu.

Áætluð starfsemi er því í samræmi við nýtt Aðalskipulag sem nú er í breytingaferli.

Nefndin leggur áherslu á að notkun húsnæðisins sé rétt skráð og að sótt sé um þær breytingar sem áætlaðar eru ásamt teikningum.

7.Umhverfisrölt 2019

Málsnúmer 1905027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing vegna umhverfisrölts sem haldið verður dagana 20. og 21. maí n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd ásamt bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boða til umhverfisrölts, þar sem fulltrúar skipulags- og umhverfisnefndar, bæjarfulltrúar og bæjarstjóri, munu ganga með bæjarbúum um svæði í bænum. Markmiðið er að ræða það sem betur má fara í umhverfinu og lausnir til úrbóta.

Umhverfisrölt verður sem hér segir:

Rauða hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 19:30 Aðkomusvæði Skógræktar
Græna hverfið: Mánudagur 20.maí kl. 20:30 Kaffi 59
Bláa hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 19.30 Sögumiðstöðin
Gula hverfið: Þriðjudagur 21.maí kl. 20.30 Dvalarheimilið Fellaskjól

Skipulags- og umhverfisnefnd hvetur bæjarbúa til þess að taka þátt.

8.Grund 2

Málsnúmer 1902033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 08.05.19 vegna úrvinnslu umsóknar um byggingarleyfi fyrir Grund 2.

Lagt fram til kynningar.

9.Stöðuleyfi - Látravík 2

Málsnúmer 1811048Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu máls eftir fund sem Skipulags- og byggingarfulttrúi og formaður nefndar áttu með umsækjanda.

Lagt fram stöðuleyfi fyrir frístundahús í Látravík 2 dags. 7.5.2019 sem gildir til 7.8.2019.

10.Deiliskipulag - Skerðingsstaðir

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir sem borist hafa vegna kynningar á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir Skerðingsstaði.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 21:00.