Málsnúmer 1905037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 531. fundur - 23.05.2019

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að fjalla um leikskólalóð. Starfshópurinn mun halda áfram og ljúka því samtali sem hófst sl. haust þegar bæjarráð heimsótti leikskólann og ræddi við leikskólastjóra um fyrirkomulag á lóð. Hópurinn mun fara yfir hönnun sem þegar hefur verið unnin fyrir leikskólalóð og skoða hvort gera þurfi breytingar á henni. Sett verði fram raunhæf áætlun um framkvæmdir næstu ára.

Lagt til að starfshópurinn sé skipaður leikskólastjóra, formanni eða fulltrúa úr skólanefnd, formanni skipulags- og umhverfisnefndar, fulltrúa úr bæjarráði og fulltrúa foreldra. Umsjónarmaður fasteigna yrði kallaður að vinnu hópsins eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

Skólanefnd - 149. fundur - 29.05.2019

Skólanefnd tilnefnir Valdísi Ásgeirsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar til að taka þátt í vinnuhópi um skólalóð leikskólans.


Gestir

  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra