531. fundur 23. maí 2019 kl. 10:00 - 14:02 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður sett fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greidda staðgreiðslu jan.-apríl 2019. Skv. yfirlitinu hefur greidd staðgreiðsla hækkað um 3,4% miðað við sama tíma í fyrra.

Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en þessar tölur gefa til kynna, í samræmi við forsendur útgefnar af Sambandi ísl. sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að rýna betur í þessa þróun og afla gagna sem skýrt geta þessar breytingar.

Samþykkt samhljóða.

3.Tíu ára yfirlit 2009-2018

Málsnúmer 1905035Vakta málsnúmer

Lagt fram tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2009-2018.

Umræður um stöðu og þróun tekna og gjalda.

4.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer


Umræður um stöðu verklegra framkvæmda.

Kirkjufellsfoss, bílastæði - framkvæmd. Bæjarstjóri fór yfir stöðu verksins. Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa hefur hætt störfum. Skipaður verður annar eftirlitsmaður með verkinu.

Rætt um framkvæmd við yfirlögn á nýju götunni milli Sólvalla og Nesvegar, og framkvæmd útboðs á því verki.

Farið yfir framkvæmdaverkefni tengd fasteignum. Vísað er til bókunar bæjarráðs á fundi sínum í febrúar þar sem fyrirhugað var að fara í stærri útboð verkefna. Vegna stöðu starfsmannamála bæjarins hefur utanumhald um framkvæmdir ársins verið endurskoðað og unnið að breyttri forgangsröðun og fyrirkomulagi verkefna í sumar og haust.

Rætt að öðru leyti um starfsmannamál og mönnun verkefna sumarsins.

Bæjarstjóri sagði frá viðræðum milli fulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um aukna samvinnu í skipulags- og byggingamálum á Snæfellsnesi, sbr. bókun Byggðasamlags Snæfellinga á aðalfundi þann 8. apríl sl.

5.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer


Lögð fram og rædd endurbætt tillaga Capacent um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ ásamt verðtilboði. Skv. tillögunni er lagt til að mótaður verði stýrihópur með kjörnum fulltrúum, undir forystu bæjarstjóra, alls fimm manns.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi verðtilboð og að stofnaður verður stýrihópur um heildarstefnumótun sveitarfélagsins, með fjórum kjörnum fulltrúum og bæjarstjóra.

6.Starfshópur leikskólalóðar

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að fjalla um leikskólalóð. Starfshópurinn mun halda áfram og ljúka því samtali sem hófst sl. haust þegar bæjarráð heimsótti leikskólann og ræddi við leikskólastjóra um fyrirkomulag á lóð. Hópurinn mun fara yfir hönnun sem þegar hefur verið unnin fyrir leikskólalóð og skoða hvort gera þurfi breytingar á henni. Sett verði fram raunhæf áætlun um framkvæmdir næstu ára.

Lagt til að starfshópurinn sé skipaður leikskólastjóra, formanni eða fulltrúa úr skólanefnd, formanni skipulags- og umhverfisnefndar, fulltrúa úr bæjarráði og fulltrúa foreldra. Umsjónarmaður fasteigna yrði kallaður að vinnu hópsins eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða.

7.Rarik ohf. - Götulýsing í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1905019Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi frá RARIK dags. 30. apríl sl., með ósk um yfirtöku bæjarins á götulýsingarkerfi RARIK í þéttbýli.

Lagt til að frestað verði að taka afstöðu til erindisins þar sem málið er til skoðunar á vettvangi sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

8.Grundfirðingur SH, forkaupsréttur

Málsnúmer 1905036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Soffaníasi Cecilssyni hf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Grundfirðingi SH-24, skipaskráningarnúmer 1202, í samræmi við lög um forkaupsrétt, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Grundfirðingi SH-24.

9.Samvinnuhús - Ljósmyndasýning

Málsnúmer 1904031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samvinnuhúsa vegna ljósmyndasýninga sem fyrirhugaðar eru í samstarfi við söfn á Vesturlandi. Um er að ræða ljósmyndir af eldri húsum sem teknar hafa verið um allt Vesturland.

Í erindinu felst einnig ósk um fjárstyrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 181. fundar

Málsnúmer 1905016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 181. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 2. apríl sl.

11.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 182. fundar

Málsnúmer 1905017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 182. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 7. maí sl.

12.Golfklúbburinn Vestarr - Ársreikningur 2018

Málsnúmer 1904002Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs vegna ársins 2018.

13.Björgunarsveitin Klakkur - Ársreikningur 2018

Málsnúmer 1905010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Björgunarsveitarinnar Klakks vegna ársins 2018.

14.UMFG - Ársreikningur 2018

Málsnúmer 1905034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur UMFG vegna ársins 2018.

15.Sjómannadagsráð Grundarfjarðar - Ársuppgjör 2018

Málsnúmer 1904026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Sjómannadagsráðs Grundarfjarðar vegna ársins 2018.

16.Skíðadeild UMFG - Ársuppgjör 2018

Málsnúmer 1905038Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skíðadeildar UMFG vegna ársins 2018.

17.Síminn hf - Þjónustusamningur

Málsnúmer 1904018Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Símann hf., en í viðauka samningsins hefur verið bætt við fyrirhugaðri þjónustu í tengslum við ljósleiðara í Ráðhús, grunnskóla og höfn.

18.Ferðamálastofa - Samningur um styrk

Málsnúmer 1904027Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða varðandi styrk að fjárhæð 3.954.000 kr. vegna öryggismála og merkinga í samvinnu við eigendur jarðanna Kirkjufells og Háls.

19.Lánasjóður sveitarfélaga - Breytilegir útvextir

Málsnúmer 1905009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) um að breytilegir vextir v/útlána sjóðsins séu 2,4% frá 1. maí 2019, en voru 2,55%.

20.HSH - Þakkarbréf

Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þakkarbréf HSH dags. 20. maí sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:02.