Málsnúmer 1906001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

 • .1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 532 Yfirlit yfir lausafjárstöðu bæjarsjóðs lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 532 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar til maí 2019. Á síðasta bæjarráðsfundi kom fram að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en tölur janúar-apríl gáfu til kynna. Maímánuður kemur betur út en fyrri mánuðir ársins, en bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast grannt með þróun útsvarsins.

 • Bæjarráð - 532 Lögð voru fram lóðablöð fyrir lóðir 7-21 við Fellabrekku, útbúin af Verkís, og fór Sigurður Valur yfir þau.

  Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá lóðamálum með samtali við íbúa.

  Hér yfirgáfu Unnur Þóra og Sigurður Valur fundinn.


 • Bæjarráð - 532 Hér vék Rósa af fundi. Jósef tók sæti á fundinum og sat fundinn undir þessum lið.

  Bæjarstjóri fór yfir stöðu máls vegna erindis frá Landslögum, lögmannsstofu, f.h. eiganda Nesvegar 13, neðri hæðar, í framhaldi af fyrri bókunum og vinnu í málinu.
  G.Run. hf. hefur gert kauptilboð í eignina og hefur því verið tekið.
  Verið er að ganga frá málslokum. Bæjastjóra falið umboð til að ljúka málinu í samræmi við umræður fundarins og greiðslu kostnaðar.

  Samþykkt samhljóða.

  Hér yfirgaf Jósef fundinn.
  Rósa kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins. • Bæjarráð - 532 Íbúð fyrir eldri borgara nr. 105 við Hrannarstíg 18 var auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir bárust um íbúðina.
  Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Jensínu Guðmundsdóttur og Guðna Gústafssonar og staðfestir fyrirliggjandi samning.

 • Bæjarráð - 532 Bæjarstjórn hafði vísað tillögunni til bæjarráðs.
  Lagt fram til kynningar og umræðu.

  Rætt um nánari útfærslu í málinu og um fyrirhugaða vinnu við stefnumótun fyrir málefnasvið bæjarins. Bæjarráð leggur upp með að frekari umræða og úrvinnsla málsins fari saman með stefnumótunarvinnunni.

  Samþykkt samhljóða.


 • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Golfklúbbsins Vestarrs um samtal við bæjarstjórn um framtíðarfyrirkomulag við uppbyggingu og rekstur íþróttasvæðis Golfklúbbsins á Bárarvelli, Grundarfirði.

  Bæjarráð mun bjóða fulltrúum Vestarrs til samtals á haustmánuðum. Samþykkt samhljóða.

 • .8 1902049 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð - 532 Bæjarstjóri kynnti ítarlega stöðu verklegra framkvæmda, einkum sem snúa að grunnskóla, leikskóla og samkomuhúsi, auk ýmissa umhverfisverkefna.

 • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar erindi frá Unicef sem ber yfirskriftina "áskorun um samræmt verklag sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum".

  Fram var einnig lagt minnisblað, skv. beiðni bæjarstjóra, frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og kynning á verklagsreglum og vinnulagi barnaverndarnefndar og samstarfsaðila á Snæfellsnesi í ofbeldismálum.

  Bæjarráð þakkar fyrir samantekt Félags- og skólaþjónustunnar, þar sem fram kemur skýrt verklag og markvisst samstarf sem byggt hefur verið upp á vegum Félags- og skólaþjónustunnar og samstarfsaðila, s.s. lögreglu og skólastofnana.

  Bæjarstjóra falið að svara Unicef og kynna hið góða starf sem unnið hefur verið á okkar svæði og verklag aðila.

 • Bæjarráð - 532 Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 532 Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar.
 • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá um breytingar á fasteignamati ársins 2020.
  Samþykkt að vísa málinu til nánari umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð.


 • Bæjarráð - 532 Umræða geymd um þennan lið og verður tekin fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

  Bókun fundar Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir ánægju með yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á stofnfundi 19. júní 2019 og samþykkt af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 21. júní 2019.

  Bæjarstjórn telur samstarf sveitarfélaga um málefnið mikilvægt og bendir á að Snæfellsnes hefur unnið markvisst að umhverfisstarfi í á annan áratug. Því er fyrirhugað samstarf sveitarfélaga fagnaðarefni.

  Bæjarstjórn staðfestir þátttöku bæjarins í vettvangnum.