230. fundur 19. september 2019 kl. 16:30 - 19:27 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Umræða um störf bæjarstjórnar.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Umræða um atvinnumál, m.a. um væntanlega komu nýrra skipa í Grundarfjörð.

3.Bæjarráð - 532

Málsnúmer 1906001FVakta málsnúmer

  • 3.1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 532 Yfirlit yfir lausafjárstöðu bæjarsjóðs lagt fram til kynningar.
  • 3.2 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 532 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar til maí 2019. Á síðasta bæjarráðsfundi kom fram að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en tölur janúar-apríl gáfu til kynna. Maímánuður kemur betur út en fyrri mánuðir ársins, en bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast grannt með þróun útsvarsins.

  • Bæjarráð - 532 Lögð voru fram lóðablöð fyrir lóðir 7-21 við Fellabrekku, útbúin af Verkís, og fór Sigurður Valur yfir þau.

    Skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá lóðamálum með samtali við íbúa.

    Hér yfirgáfu Unnur Þóra og Sigurður Valur fundinn.


  • Bæjarráð - 532 Hér vék Rósa af fundi. Jósef tók sæti á fundinum og sat fundinn undir þessum lið.

    Bæjarstjóri fór yfir stöðu máls vegna erindis frá Landslögum, lögmannsstofu, f.h. eiganda Nesvegar 13, neðri hæðar, í framhaldi af fyrri bókunum og vinnu í málinu.
    G.Run. hf. hefur gert kauptilboð í eignina og hefur því verið tekið.
    Verið er að ganga frá málslokum. Bæjastjóra falið umboð til að ljúka málinu í samræmi við umræður fundarins og greiðslu kostnaðar.

    Samþykkt samhljóða.

    Hér yfirgaf Jósef fundinn.
    Rósa kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn fundarins.



  • Bæjarráð - 532 Íbúð fyrir eldri borgara nr. 105 við Hrannarstíg 18 var auglýst laus til umsóknar. Tvær umsóknir bárust um íbúðina.
    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta íbúðinni til Jensínu Guðmundsdóttur og Guðna Gústafssonar og staðfestir fyrirliggjandi samning.

  • Bæjarráð - 532 Bæjarstjórn hafði vísað tillögunni til bæjarráðs.
    Lagt fram til kynningar og umræðu.

    Rætt um nánari útfærslu í málinu og um fyrirhugaða vinnu við stefnumótun fyrir málefnasvið bæjarins. Bæjarráð leggur upp með að frekari umræða og úrvinnsla málsins fari saman með stefnumótunarvinnunni.

    Samþykkt samhljóða.


  • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar erindi stjórnar Golfklúbbsins Vestarrs um samtal við bæjarstjórn um framtíðarfyrirkomulag við uppbyggingu og rekstur íþróttasvæðis Golfklúbbsins á Bárarvelli, Grundarfirði.

    Bæjarráð mun bjóða fulltrúum Vestarrs til samtals á haustmánuðum. Samþykkt samhljóða.

  • 3.8 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 532 Bæjarstjóri kynnti ítarlega stöðu verklegra framkvæmda, einkum sem snúa að grunnskóla, leikskóla og samkomuhúsi, auk ýmissa umhverfisverkefna.

  • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar erindi frá Unicef sem ber yfirskriftina "áskorun um samræmt verklag sveitarfélaga vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum".

    Fram var einnig lagt minnisblað, skv. beiðni bæjarstjóra, frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og kynning á verklagsreglum og vinnulagi barnaverndarnefndar og samstarfsaðila á Snæfellsnesi í ofbeldismálum.

    Bæjarráð þakkar fyrir samantekt Félags- og skólaþjónustunnar, þar sem fram kemur skýrt verklag og markvisst samstarf sem byggt hefur verið upp á vegum Félags- og skólaþjónustunnar og samstarfsaðila, s.s. lögreglu og skólastofnana.

    Bæjarstjóra falið að svara Unicef og kynna hið góða starf sem unnið hefur verið á okkar svæði og verklag aðila.

  • Bæjarráð - 532 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 532 Fundargerð lögð fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 532 Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá um breytingar á fasteignamati ársins 2020.
    Samþykkt að vísa málinu til nánari umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð.


  • Bæjarráð - 532 Umræða geymd um þennan lið og verður tekin fyrir á næsta bæjarráðsfundi.

    Bókun fundar Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar lýsir ánægju með yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á stofnfundi 19. júní 2019 og samþykkt af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 21. júní 2019.

    Bæjarstjórn telur samstarf sveitarfélaga um málefnið mikilvægt og bendir á að Snæfellsnes hefur unnið markvisst að umhverfisstarfi í á annan áratug. Því er fyrirhugað samstarf sveitarfélaga fagnaðarefni.

    Bæjarstjórn staðfestir þátttöku bæjarins í vettvangnum.

4.Bæjarráð - 533

Málsnúmer 1906003FVakta málsnúmer

  • 4.1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 533 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.2 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 533 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júní 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,3% fyrstu sem mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram til kynningar yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu sex mánuði ársins 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

  • Bæjarráð - 533 Lögð fram til kynningar uppfærð áætlun Jöfunarsjóðs sveitarfélaga vegna þriggja framlaga sjóðsins auk yfirlits sem sýnir breytingu á milli upphaflegrar áætlunar og þeirrar uppfærðu. Skv. því er gert ráð fyrir að greiðslur til Grundarfjarðarbæjar hækki samtals um 11,3 millj. kr.

  • 4.5 1905006F Menningarnefnd - 22
    Bæjarráð - 533
  • 4.6 1907001F Menningarnefnd - 23
    Bæjarráð - 533
  • Bæjarráð - 533
  • Bæjarráð - 533 Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra af fyrsta fundi stýrihóps um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ, frá 5. júlí 2019.
  • Bæjarráð - 533 Lögð fram tillaga um að Bjarni Sigurbjörnsson verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í stað Unnar Þóru Sigurðardóttur, en að Unnur Þóra verði varamaður Bjarna.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 533 Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar Snæfellsness fyrir árin 2019-2023.

    Bæjarráð telur að endurskoða þurfi forgangsröðun verkefna næstu ára og leggur til að umræðu um það verði vísað til Byggðasamlags Snæfellinga, sbr. einnig lið 11 á dagskrá þessa fundar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 533 Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vesturlands dags. 13. apríl sl., varðandi fyrirkomulag verkefna í fæðingarorlofi verkefnastjóra. Jafnframt lögð fram tillaga um að málinu sé vísað til Byggðasamlags Snæfellinga til frekari skoðunar.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að málinu sé vísað til Byggðasamlags Snæfellinga.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grásteinsholts sf. um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II, frístundabyggð, að Álfasteini á Mýrum.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram erindi frá Haukaberg Útgerð ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Haukaberg SH-20, skipaskráningarnúmer 2867, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Haukabergi SH-20.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar vegna tækifærisleyfis á bæjarhátíðinni Á góðri stund sem mun hefjast þann 25. júlí nk.

    Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 533 Lagður fram samningur milli Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2018 um styrk vegna verkefnis við framkvæmdir við áningarstað við Kirkjufellsfoss.

    Bæjarstjóri sagði frá viðræðum við landeigendur um mögulegar breytingar á samningnum, með aðkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

    Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að óska breytinga á samningnum í samráði við landeigendur.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.16 1903039 Malbik 2019
    Bæjarráð - 533 Farið yfir verkefnalista og ákvörðun tekin um malbiksframkvæmdir.
  • 4.17 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 533 Bæjarstjóri kynnti stöðu verklegra framkvæmda sumarsins. Jafnframt rætt um starfsmannamál.

  • Bæjarráð - 533 Lagðar fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar sem gerð var vegna framkvæmdar við að steypa nýja götu milli Nesvegar og Sólvalla. Einnig lagður fram verksamningur á grunni lægra tilboðs af tveimur, við Þ.G. Þorkelsson ehf.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 26. júní sl. vegna umsóknar Grundarfjarðarbæjar í Styrkvegasjóð. Úthlutað er styrkjum til framkvæmda í Kolgrafafirði og austan Eyrarfjalls, alls 2 millj. kr.
  • Bæjarráð - 533 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2018.

    Rætt um aðsókn og útlán safnsins, sbr. upplýsingar í skýrslunni. Í tengslum við stefnumótun bæjarins sem nú er hafin verður staða og starfsemi bókasafnsins rædd í samhengi við framtíðsýn fyrir Sögumiðstöð.
  • Bæjarráð - 533 Lagður fram til kynningar samningur um ljósmyndun 2019 við Tómas Frey Kristjánsson.
  • Bæjarráð - 533 Lögð fram til kynningar skýrsla CreditInfo með fjölmiðlaumfjöllun um Grundarfjörð fyrstu sex mánuði ársins 2019.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram til kynningar boð Jafnréttisstofu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2019 sem haldinn verður 4.-5. september 2019.
  • Bæjarráð - 533 Lagt fram til kynningar fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fundar um ráðstöfun aflaheimilda sem haldinn verður þann 15. ágúst nk.

    Grundarfjarðarbær mun senda fulltrúa á fundinn.
    Bókun fundar Bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins.

5.Bæjarráð - 534

Málsnúmer 1907005FVakta málsnúmer

  • 5.1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 534 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 5.2 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 534 Lagt fram yfirlit Sambands ísl. sveitarfélaga yfir staðgreiðslu útsvars fyrri hluta árs 2019 miðað við febrúar-júní 2018 og 2019 og breytingu milli ára hjá öllum sveitarfélögum landsins.

    Bæjarráð mun yfirfara álagningaskrá fyrir Grundarfjarðarbæ fyrir tekjuárið 2018.
  • Bæjarráð - 534
  • Bæjarráð - 534 Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur hjá Verkís tók þátt í fundinum gegnum síma undir þessum lið.

    Lögð fram kæra sem barst kærunefnd útboðsmála þann 6. ágúst sl., vegna útboðs steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Kæran barst til Grundarfjarðarbæjar 7. ágúst sl. með bréfi frá kærunefndinni.

    Farið yfir framgang málsins. Bæjarstjóra falin frekari vinnsla þess, en lögmaður hefur verið fenginn til aðstoðar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjóri sagði frá stöðu málsins. Kærunefndin hafnaði ósk um stöðvun samningsgerðar, en hefur málið að öðru leyti til afgreiðslu.
  • Bæjarráð - 534 Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingafulltrúi, tók þátt í fundinum undir þessum lið gegnum síma.

    Sigurður Valur fór yfir ný lóðablöð lóðanna Fellabrekku 7-21, sbr. lið 3.6 á dagskrá þessa fundar, en afgreiðsla þeirra er forsenda fyrir frekari ákvörðunum um framkvæmdir við frágang á opnu svæði bakvið hluta lóðanna. Hann fór jafnframt yfir hugmyndir að frágangi svæðisins fyrir neðan Fellasneið.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að klára undirbúningsvinnu að framkvæmdum og kynna fyrir viðeigandi lóðahöfum.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til umsagnar drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingafulltrúaembættisins.

    Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og kallar eftir athugasemdum nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 534 Lagt fram bréf dags. 31. júlí sl. frá forstöðumanni Dvalarheimilisins Fellaskjóls þar sem tilkynnt er að hætt verði heimsendingu á mat til eldri borgara frá 1. september nk.

    Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Fellaskjóls og jafnframt að ákvörðun Fellaskjóls um að hætta heimsendingu á mat verði frestað fram yfir þann fund.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar JÓK sagði frá því að formaður bæjarráðs hefði rætt við formann stjórnar Dvalarheimilisins. Ekki er ástæða til að halda fund um þetta mál.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til kynningar beiðni Vesturlandsvaktarinnar um þátttöku í söfnun á sjúkrarúmum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
  • Bæjarráð - 534 Lagt fram til kynningar bréf Örnefnanefndar dags. 26. júní sl. varðandi ensk heiti á íslenskum örnefnum.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi lækkun breytilegra vaxta frá 1. ágúst sl. Breytilegir vextir sjóðsins fóru úr 2,40% í 2,05%. Jafnframt lagt fram yfirlit sjóðsins yfir vaxtabreytingar frá árinu 2007.


  • Bæjarráð - 534 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga ásamt drögum að ársreikningi 2018. Aðalfundurinn verður haldinn 26. ágúst nk.
    Bókun fundar BÁ og GS sátu aðalfundinn fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.
  • 5.12 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 534 Farið yfir helstu framkvæmdir og þær skoðaðar eftir fundinn. Farið í grunnskóla og leikskóla. Einnig farið á vettvang í iðnaðarhverfið við Ártún/Hjallatún, en þar stendur til að malbika, auk þess sem farið hefur verið í hreinsun á yfirráðasvæði bæjarsins þar og verið er að ræða við lóðahafa um bættan frágang á lóðum.

6.Bæjarráð - 535

Málsnúmer 1908001FVakta málsnúmer

  • 6.1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 535 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 6.2 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 535 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júlí 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 8,3% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.

  • Bæjarráð - 535 Lögð fram afsögn Berghildar Pálmadóttur úr félagsmálanefnd Snæfellinga frá 1. okt. nk. vegna flutninga úr sveitarfélaginu.
    Afsögnin er móttekin og Berghildi þökkuð fyrir góð störf í nefndinni.

    Gengið verður frá kosningu fulltrúa í sameiginlega félagsmálanefnd á Snæfellsnesi, í stað Berghildar Pálmadóttur, á næsta bæjarstjórnarfundi.

  • Bæjarráð - 535 Rædd voru samskipti við RSK um álagningarskrá einstaklinga 2019 (tekjuárið 2018).
    Í bókun síðasta bæjarráðsfundar kom fram að bæjarráð myndi yfirfara álagningarskrá einstaklinga 2019. RSK hefur hafnað ósk um að bæjarstjórn fái sjálfstæðan aðgang að álagningarskránni.
    Bæjarstjóri lagði fram drög að formlegri beiðni, sem send verður til RSK, um að fá álagningarskrána afhenta.
    Bæjarráð áréttar að útsvarið er stærsti og veigamesti tekjustofn Grundarfjarðarbæjar. Aðgangur að álagningarskrá er eðlileg forsenda fyrir því að sveitarstjórn geti fylgst með þróun útsvarsgreiðslna, sem RSK sér um að leggja á og innheimta fyrir sveitarfélögin.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BÁ og GS.

    Bæjarstjóri óskaði formlega eftir því við RSK að fá afhenta álagningarskrá einstaklinga 2019, fyrir sveitarfélagið. Beiðninni var hafnað. Bæjarstjóri óskaði eftir rökstuðningi, en svar hefur ekki borist. Bæjarstjóri óskaði einnig eftir viðræðum við RSK um upplýsingagjöf um útsvarstekjur, til sveitarfélagsins, og tók RSK jákvætt í það.

    Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs varðandi útsvarið og aðgang að upplýsingum um það.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 535 Fulltrúar úr stjórn UMFG voru boðnir velkomnir á fundinn.

    Bæjarráð bauð stjórn til samtals til að leiða fram þarfir, óskir og áherslur sem byggt verði á við áætlanagerð næstu ára, einkum varðandi mannvirki og aðstöðu, en einnig annað samstarf. Umræðan er m.a. hluti af stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem hafin er og er hér um að ræða upphaf slíks samtals.

    Rætt var opið um aðstöðu og þarfir, verkefni ungmennafélags og bæjar.
    Ákveðið að fulltrúar UMFG taki þátt í frekara samtali um þetta með fulltrúum bæjarins og fleiri hagsmunaaðilum. Óskað er eftir að UMFG tilnefni 2 fulltrúa til viðræðna um málefnið, sem verði hluti af stefnumótunarvinnu bæjarins, sem nú er verið að skipuleggja.

    Fulltrúum UMFG var þakkað fyrir komuna og samtalið.

  • Bæjarráð - 535 Vísað er í tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrr á árinu um að skoða möguleika á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að meta þann kostnað sem því fylgdi.

    Bæjarráð óskar eftir því að kannaður verði áhugi foreldra leikskólabarna til þeirrar hugmyndar sem felst í framlagðri tillögu, þ.e. hvort og hvernig foreldrar myndu nýta sér aukna sumaropnun ef hún stæði til boða.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og HK.
  • Bæjarráð - 535 Farið var yfir þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að ljúka nauðsynlegum frágangi innanverðrar Grundargötu í tengslum við framkvæmdir sem hófust í kjölfar strenglagningar RARIK 2017. Skoðað verður nánar með frágang við sunnanverða götuna og samhliða rætt við íbúa götunnar.

  • 6.8 1903039 Malbik 2019
    Bæjarráð - 535 Tillaga um viðbót við fyrri ákvarðanir um malbiksframkvæmdir, þ.e. stangarstökksatrennubraut á íþróttavelli, gangstéttarbút við Sólvelli 2 og viðgerð á kafla á Sólvöllum.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 535 Tillaga lögð fram frá skólastjóra um breytt fyrirkomulag tónlistarnáms (kennslustunda) hjá yngstu nemendunum.

    Samþykkt samhljóða. Gjaldskrá verður breytt til samræmis við þetta.

  • Bæjarráð - 535 Lagður fram til kynningar úrskurður Kærunefndar útboðsmála frá 16.08.2019 um þann lið kæru sem snýr að stöðvun samningsgerðar.
    Í úrskurðinum var kröfu kæranda um að samningsgerð verði stöðvuð um stundarsakir hafnað.

  • Bæjarráð - 535 Lögð fram til kynningar greinargerð unnin af SSV fyrir stjórn Byggðasamlags Snæfellinga um samstarf í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu. Bæjarráð er, sem fyrr, hlynnt samstarfi um skipulags- og byggingarmál á Snæfellsnesi og að unnin verði nauðsynleg undirbúningsvinna.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Bæjarráð - 535 Tillaga til þingsályktunar, sem kynnt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda, lögð fram til kynningar. Tillagan verður m.a. rædd á aukalandsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. sept. nk.
    Farið var yfir efnisþætti tillögunnar og hún rædd. Bæjarstjóra falið að ganga frá umsögn bæjarráðs í samráðsgátt.

    Bókun fundar Bæjarstjóri skilaði umsögn bæjarins í samráðsgáttina.
  • Bæjarráð - 535 Lögð fram til kynningar drög að stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis sem til mótunar er, í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
    Samkvæmt lögunum þarf Grundarfjarðarbær að staðfesta slíka stefnu og gildir hún fyrir allar stofnanir og starfsfólk bæjarins.
    Til stendur að kynna drögin fyrir starfsfólki bæjarins og að skipa öryggisnefnd úr hópi starfsmanna.
    Í tengslum við þetta verður unnið að gerð áhættumats, með aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins Attentus.
    Vinnunni á að ljúka á næstu 2-3 mánuðum.

  • Bæjarráð - 535 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 535 Lagt fram erindi formanns Skotfélags Snæfellsness frá 30. júlí sl. þar sem óskað er eftir samtali við bæjarstjórn um framtíðarhugmyndir um skotsvæðið og mögulegt stórmót.
    Samþykkt að bjóða fulltrúum Skotfélagsins á fund bæjarráðs.
    Jafnframt samþykkt að bjóða fulltrúum annarra íþróttafélaga til fundar við bæjarráð.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.

    Áform eru um frekara samtal við íþróttafélög í bænum, en nánari framkvæmd tengist vinnu stýrihóps um stefnumótun.
  • Bæjarráð - 535 Lagt fram til kynningar.

  • Bæjarráð - 535 Viðbótarupplýsingar lagðar fram vegna landsfundarins.

7.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91

Málsnúmer 1908003FVakta málsnúmer

  • 7.1 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
    Gréta Sigurðardóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður sumarnámskeiða í sumar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91 Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars.
    Rætt var um reynsluna af sumarnámskeiðum 2019.
    Almenn ánægja virðist hafa verið með sumarnámskeiðin og góð aðsókn.
    Að beiðni bæjarstjóra tók Gréta ennfremur saman yfirlit með upplýsingum um námskeið annarra sveitarfélaga og samanburð, sem nefndin mun fara yfir síðar.
    Grétu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við. Nefndin vill ennfremur þakka aðstoðarmanni á námskeiðunum og öllum samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þakkir fyrir vel heppnað sumarnámskeið.
  • 7.2 1903011 Vinnuskóli 2019
    Helga Sjöfn Ólafsdóttir var gestur fundarins undir þessum lið, en hún var umsjónarmaður vinnuskólans í sumar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91 Fyrir fundinum lá greinargerð umsjónarmanns vinnuskóla, þar sem gefið er yfirlit yfir starf sumarsins og helstu verkefni, auk þess sem settar eru fram hugleiðingar um það sem læra má af reynslunni og nota við skipulagningu næsta sumars.
    Rætt var um reynsluna af vinnuskóla bæjarins 2019 og Helga sýndi glærur frá vinnu sumarsins.
    Helgu var þakkað fyrir gott og metnaðarfullt starf og góða greinargerð sem nefndin mun styðjast við.

    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þakkir fyrir vel heppnaða starfsemi vinnuskóla.
  • 7.3 1803012 Heilsuefling fyrir eldri borgara
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91 Rætt um undirbúning að heilsueflingu 60 á komandi vetri. Verkefnið er samstarf Félags eldri borgara og Grundarfjarðarbæjar. Björg sagði frá undirbúningi starfsins sem fer fljótlega af stað. Í boði verða 4 tímar í viku í íþróttahúsi og líkamsrækt.
    Nefndin þakkar Félagi eldri borgara fyrir metnaðarfullt starf. Styrktaraðilum og öðrum sem að koma er sömuleiðis þakkað fyrir sitt framlag.


    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir þakkir til þeirra sem koma að heilsueflingarverkefninu.
  • 7.4 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91 Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í júní sl. tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir frekari uppbyggingu í Þríhyrningi. Bæjarstjórn fól íþrótta- og æskulýðsnefnd að leggja fram hugmynd um hvernig mætti útfæra nánar þá vinnu.

    Rætt var um hvaða þörfum Þríhyrningur ætti að þjóna, sem opið svæði. Stikkorð þeirrar umræðu voru: fræðsla, útivera, fjölskyldusamvera, hreyfing. Áherslur er að finna í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi, auk þess sem nefndin telur mikilvægt að hafa til hliðsjónar eldri hugmyndavinnu tengda Þríhyrningi.

    Rætt var hvernig ætti að nálgast hugmyndavinnu og útfærslu á uppbyggingu til framtíðar. Nefndin mun móta það frekar, en samþykkti að bjóða bæjarbúum í óformlegt spjall til að kalla fram hugmyndir og samtal um þetta. Nefndin mun auglýsa það síðar. Spjallið væri hluti af vinnu nefndarinnar við undirbúning og tillögugerð í samræmi við ósk bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Íþrótta- og æskulýðsnefnd bauð til spjallfundar þann 5. september sl. um málefnið.
  • 7.5 1810008 Markmið og verkefni íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 91 Rætt um áherslur og verkefni á sviði nefndarinnar. Rætt um starf félagsmiðstöðvarinnar á komandi vetri.
    Björg sagði frá vinnu sem er hafin við stefnumótun bæjarins og fundum sem haldnir verða í tengslum við það.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd mun taka þátt í þeirri vinnu, en hefur jafnframt á dagskrá að ræða við forsvarsfólk í íþróttafélögum í vetur.


8.Hafnarstjórn - 6

Málsnúmer 1907002FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 6 Farið yfir stöðu hafnarframkvæmda.

    Farið var yfir drög að útboðsgögnum um rekstur stálþils vegna lengingar Grundarfjarðarhafnar. Ætlunin er að útboð verði auglýst síðar í þessari viku.

    Helstu verkþættir eru:
    - Gerð á 90 m löngum bermugarði.
    - Rekstur 122 stálþilsplatna, akkerisplötur steyptar, uppsetning staga og festinga.
    - Jarðvinna aftan við stálþil.
    - Kantbitar steyptir með pollum, uppsetning á stigum og fríholtum.

    Einnig lagt fram til kynningar bréf sem sent var tilteknum húseigendum vegna efnisflutninga og fyrirhugaðra framkvæmda.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með ábendingum eftir yfirferð sína, og að útboð verði auglýst í kjölfarið.

    Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að fela Eflu, verkfræðistofu, að ljúka hönnun á þekju og rafmagni vegna lengingar Norðurgarðs.

    Hafnarstjórn óskar eftir því að kostnaðaráætlun verði ekki lögð fram í tilboðsferlinu, fyrr en af hálfu Vegagerðarinnar við tilboðsopnunina sjálfa.

    Ofangreindir liðir samþykktir samhljóða.

  • Lagt fram erindi Kristins G. Jóhannssonar, móttekið 18.07.2019, sem hann sendir bæjarstjórn fyrir hönd bænda í Eyrarsveit. Erindinu hefur verið beint til hafnarstjórnar.

    Hafnarstjórn - 6 Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að svara spurningum/athugasemdum þeim sem lagðar eru fyrir í erindinu í sjö liðum, um markmið hafnarframkvæmdarinnar, heildarkostnað, fjármögnun og fleira.

  • Hafnarstjórn - 6 Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins, en skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt aðalskipulagsbreytinguna, vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku. Bæjarráð hefur staðfest afgreiðsluna og tillagan verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.

  • Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 6
  • Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

    Hafnarstjórn - 6
  • Lagt fram til kynningar.

    Hafnarstjórn - 6

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 203

Málsnúmer 1909002FVakta málsnúmer


  • 9.1 1805034 Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039
    Lögð var fram og kynnt tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar. Einnig var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir ábendingar og umsagnir sem bárust um aðalskipulagstillögu á vinnslustigi sem kynnt var vorið 2018 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í minnisblaðinu og er það fylgiskjal með þessari fundargerð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 203 Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að teknu tilliti til breytinga sem samþykktar voru á fundinum, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
    Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

    Bókun fundar Málið er sérstaklega tekið fyrir í 10. lið þessa fundar.

10.Aðalskipulag Grundarfjarðar 2018 - 2038

Málsnúmer 1805034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar þann 12. september 2019 ásamt fylgiskjali með yfirliti um umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu á árinu 2018 og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á þeim. Á fundinum samþykkti nefndin fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að gerðum nokkrum smávægilegum lagfæringum sem samþykktar voru á fundinum. Nefndin lagði til að bæjarstjórn samþykkti að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku JÓK og UÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, um að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd og þeim sem að gerð tillögunnar komu, fyrir vel unnið verk.

11.Kosning í nefndir skv. B lið 47. gr. samþykktar um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Kosning aðal- og varamanns í menningarnefnd.

Lagt til að Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir verði aðalmaður og Guðmundur Pálsson varamaður í menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

12.Kosning í nefndir og stjórnir skv. C. lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Málsnúmer 1806016Vakta málsnúmer

Tilnefning fulltrúa Grundarfjarðarbæjar, aðalmanns og varamanns, í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að Eygló Bára Jónsdóttir verði aðalmaður og Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir varamaður sem fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

HK bar fram breytingatillögu þess efnis að Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir verði aðalmaður og Eygló Bára Jónsdóttir varamaður í Félagsmálanefnd Snæfellinga.

Forseti bar breytingatillöguna undir atkvæði. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum (JÓK, HBÓ, UÞS, BS) gegn þremur (HK, GS, SG).

Forseti bar upphaflegu tillöguna undir atkvæði. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum (JÓK, HBÓ, UÞS, BS) gegn tveimur (GS, SG), einn sat hjá (HK).

13.Kristín SH-344 - Forkaupsréttur

Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Freða ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Kristínu SH-344, skipaskráningarnúmer 6882, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð hafði áður staðfest rafrænt að Grundarfjarðarbær nýti sér ekki forkaupsrétt á bátnum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Kristínu SH-344.

14.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2020. Einnig lögð fram drög að tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar 2020.

15.Íbúafundur 2019

Málsnúmer 1909028Vakta málsnúmer


Til máls tóku JÓK, GS, HK, BÁ og UÞS.

Lagt til að haldinn verði íbúafundur 15. október 2019.

Samþykkt samhljóða.

16.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda og lagt fram yfirlit yfir eignfærðar framkvæmdir.

17.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Haustþing SSV

Málsnúmer 1909003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundarboð og dagskrá haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldið verður í Klifi í Ólafsvík, miðvikudaginn 25. september nk.

Kjörnir fulltrúar á þing SSV eru Jósef Ó. Kjartansson, Hinrik Konráðsson og Heiður Björk Fossberg Óladóttir. Þau munu öll mæta á þingið.

18.Samband íslenskra sveitafélaga - Umsögn um drög að stefnu í úrgangsmálum

Málsnúmer 1909004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. ágúst sl. vegna umsagnar um drög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir bókun verkefnastjórnar um úrgangsmál frá 15. ágúst sl., þar sem fram koma áherslur um þau atriði sem Samband íslenskra sveitarfélaga vill að tekið verði tillit til í úrgangsmálum.

Samþykkt samhljóða.

19.Breiðafjarðarnefnd - Fræðslu-og umræðuþing um framtíð Breiðafjarðar

Málsnúmer 1909012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Breiðafjarðarnefndar dags. 5. sept. sl. vegna fræðslu- og umræðuþings um framtíð Breiðafjarðar.

Bæjarstjórn mun senda fulltrúa frá Grundarfjarðarbæ á fundinn.

Samþykkt samhljóða.

20.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - Fundargerð 53

Málsnúmer 1909013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 53. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldinn var 21. ágúst sl.

21.Samband íslenskra sveitafélaga - Fundargerð 873

Málsnúmer 1909009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 873. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30. ágúst sl.

Til máls tóku JÓK og GS.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - Velferðartækni, fjarþjónusta, málþing

Málsnúmer 1909020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kynning á vinnustofu í velferðartækni sem haldin verður af Norrænu velferðarmiðstöðinni í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið þann 20. sept. nk.

23.Íslandsstofa - Stofnfundur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir

Málsnúmer 1909002Vakta málsnúmer


Lagt fram fundarboð vegna stofnfundar samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir sem haldinn var í dag, 19. september ásamt yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

24.Íbúðalánasjóður - Fréttabréf fyrir landsbyggðina

Málsnúmer 1908029Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Íbúðalánasjóðs, Glugginn tbl. 2, 2019.

25.Reykjavíkurborg - Ráðabrugg, málþing um ungmennaráð

Málsnúmer 1908021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Reykjavíkurborgar, þar sem kynnt er málþing ungmennaráða og skáta sem haldið verður 27. september nk.

Til máls tóku JÓK, GS og HBÓ.

26.Fjölmenningarsetur - Starfsdagur fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga og Fjölmenningarseturs

Málsnúmer 1909008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjölmenningarseturs vegna starfsdags fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga og Fjölmenningarseturs þann 27. september nk.

Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

27.Bréf landeigenda á Mýrum Borgarbyggð vegna fjölgunar meindýra

Málsnúmer 1908030Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf landeigenda á Ökrum I, II og II, Tröðum og Láxárholti á Mýrum dags. 26. ágúst sl., til umhverfisráðuneytisins og framkvæmdastjóra SSV, en afrit sent á öll sveitarfélög innan SSV. Í bréfinu lýsa landeigendur áhyggjum af áhrifum fjölgunar meindýra á svæðinu og þá fyrst og fremst m.t.t. fuglalífs og kalla eftir aðgerðum af hálfu þeirra sem ábyrgð bera.

Til máls tóku JÓK og HK.

28.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Dagur fórnarlamba umferðarslysa

Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem ráðuneytið minnir á minningardag Sameinuðu þjóðanna um þá sem látist hafa í umferðarslysum, sem er 17. nóvember nk.

29.Persónuvernd - Ársskýrsla Persónuverndar 2018

Málsnúmer 1909021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2018.

30.Orkusjóður - sérstakir styrkir 2019

Málsnúmer 1909029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing Orkusjóðs vegna sérstakra styrkja 2019.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sækja um styrk vegna skoðunar á kostum þess að hagnýta varmadælu við grunnskóla, íþróttahús og sundlaug.

31.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Jafnframt kynnti hún fjárhagsskema vegna nokkurra helstu stofnana bæjarins, með sundurliðun niður á mánuði.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:27.