Málsnúmer 1906006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

Lögð fram tillaga Samstöðu um að stofnaður verði framkvæmda- og uppbyggingarsjóður fyrir félagastarfsemi, tengdur íþróttastarfi eða almennri félagsstarfsemi í Grundarfirði. Frekari útfærsla á sjóðnum verði í höndum bæjarráðs og bæjarstjóra.

Til máls tóku HK, BS, GS, UÞS, BGE og JÓK.

Forseti lagði til að ákvörðun um tillöguna verði frestað fram til næsta reglulega bæjarstjórnarfundar og að bæjarráði og bæjarstjóra verði falin frekari útfærsla tillögunnar fyrir þann tíma.
Samþykkt samhljóða.


Bæjarráð - 532. fundur - 27.06.2019

Bæjarstjórn hafði vísað tillögunni til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Rætt um nánari útfærslu í málinu og um fyrirhugaða vinnu við stefnumótun fyrir málefnasvið bæjarins. Bæjarráð leggur upp með að frekari umræða og úrvinnsla málsins fari saman með stefnumótunarvinnunni.

Samþykkt samhljóða.