Málsnúmer 1907003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 231. fundur - 10.10.2019

Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.
  • .1 1709028 Kosning formanns
    Menningarnefnd - 24 Kosning formanns, í stað Unnar Birnu Þórhallsdóttur fráfarandi formanns. Lagt er til að Eygló Bára Jónsdóttir taki við sem formaður menningarnefndar. Samþykkt samhljóða.
  • Farið yfir stöðu vinnu við stefnumótun bæjarins, en menningarmálin verða tekin fyrir í þeirri vinnu.
    Menningarnefnd - 24 Verið er að vinna í stefnu með Capacent, ákveðinn rýnihópur sem er með menningarmálin í forgrunni. Rætt um að það muni koma á borð stýrishóps að ákveða hvernig Menningarnefnd starfi og hvaða nefndir/hópar falli undir þeirra gildissvið. Verið er að miða við stefnu Reykjanesbæjar og vinna út frá henni.
  • .3 1909011 Rökkurdagar 2019
    Undirbúningur Rökkurdaga 2019, menningarhátíðar Grundarfjarðarbæjar.
    Rætt verður um hugmyndir að dagsrkárefni og byrjað að móta dagskrána.
    Menningarnefnd - 24 Farið yfir erindi er bárust vegna dagskrár Rökkurdaga 2019. Unnið að drögum að dagskrá og skipt niður verkefnum vegna uppsetningar á henni.
  • a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló - staða.

    b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Tommi og Sigurborg - staða
    Menningarnefnd - 24 Bæringsstofa - Ljósmyndasafn- Eygló er í samskiptum við Hans Petersen um skönnun mynda. Ljósmyndir eru á leið í skönnun og verið er að leita að betri tilboða vegna yfirfærslu myndbandsupptakna.

    Sýningarstandur fyrir útilistasýningar - Tommi fór í skoðunarferð um suðurland til að afla sér upplýsinga.
    Menningarnefnd lagði til að bærinn kynni sér verðtilboð og hugmyndir að hönnun hjá Lavaland. Tommi gengur í málið.
  • Á bærinn að sækja um menningarstyrki aftur? Menningarnefnd - 24 Menningarnefnd telur mikilvægt að sótt sé um styrki og hvetur íbúa Grundarfjarðarbæjar og félagasamtök um að sækja um í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. September. Menningarnefnd óskar eftir því að auglýsing verði birt á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og á samfélagsmiðlum. Bókun fundar Áréttað er að opnað verður fyrir umsóknir um menningarstyrki Uppbyggingarsjóðs í nóvember nk.
  • Menningarnefnd - 24 Lagt fram til kynningar.