231. fundur 10. október 2019 kl. 16:30 - 20:57 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sigurbjartur Loftsson, byggingafræðingur, sat fundinn undir lið 3.

Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Umræður um störf bæjarstjórnar.

Berghildur Pálmadóttir, varabæjarfulltrúi Samstöðu, hefur flutt úr sveitarfélaginu og er því hætt sem 1. varabæjarfulltrúi listans. Aðrir varabæjarfulltrúar Samstöðu færast því upp um sæti. Berghildur sat einnig í félagsmálanefnd á þessu kjörtímabili.

Berghildi er þakkað fyrir störf sín í bæjarstjórn á síðustu árum og nefndarstarf á þessu kjörtímabili.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Umræður um atvinnumál.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar fagnar þremur skipum sem komu til heimahafnar í Grundarfirði í liðinni viku. Eigendum, áhöfnum og starfsmönnum fyrirtækjanna er óskað til hamingju.

3.Grunnskóli og íþróttamannvirki - Orkuskipti

Málsnúmer 1910006Vakta málsnúmer

Sigurbjartur Loftsson, byggingafræðingur, sat fundinn undir þessum lið. Hann kynnti úttekt sem hann gerði vegna möguleika á orkuskiptum vegna íþróttahúss, sundlaugar og grunnskóla, sem nú eru kynt með olíu.

Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til Orkusjóðs vegna nauðsynlegra rannsókna og undirbúnings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri - mæting: 17:00
 • Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna - mæting: 17:00
 • Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja - mæting: 17:00
 • Valgeir Magnússon, slökkviliðsstjóri - mæting: 17:00

4.Bæjarráð - 536

Málsnúmer 1909003FVakta málsnúmer

 • 4.1 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 536 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 4.2 1904023 Greitt útsvar 2019
  Bæjarráð - 536 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,6% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.

  Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af stöðu útsvarsgreiðslna. Útsvarstekjur í ágúst 2019 lækka um 32,8% frá ágúst 2018.

  Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa á þessari lækkun.
 • Bæjarráð - 536 Undirbúningur og umræður um fjárhagsáætlun 2020. Farið yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlun.

  Í fjárhagsáætlun 2020 verður bæjarráð útvíkkað, þannig að við bætast tveir bæjarfulltrúar, einn frá hvorum lista.

  Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn mánudaginn 7. október nk.
 • Bæjarráð - 536 Lagðar fram forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
 • 4.5 1909035 Gjaldskrár 2020
  Bæjarráð - 536 Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

 • Bæjarráð - 536 Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2020.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 536 Bæjarráð hafði áður samþykkt nýtt tónlistarnám, þar sem boðið verður upp á nám í 20 mín. fyrir yngstu nemendur skólans, þ.e. 1. og 2. bekk grunnskólans. Lögð fram drög að gjaldskrá tónlistarskólans þar sem gjaldi vegna nýja námsins hefur verið bætt við.

  Breyting á gjaldskrá samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 536 Erindi fært í trúnaðarmálabók.

  Afgreiðsla samþykkt samhljóða.
 • 4.9 1909028 Íbúafundur 2019
  Bæjarráð - 536 Umræður um fyrirkomulag og efni íbúafundar, sem haldinn verður 15. október nk.
 • Bæjarráð - 536 Lagt fram til kynningar frétt Ferðamálastofu varðandi undirbúning fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

  Rætt um mögulegar umsóknir og áherslur.

 • Bæjarráð - 536 Lagt fram fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sem haldinn verður 2. október nk.

  Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar, sækir fundinn í stað bæjarstjóra, sem kemst ekki.
 • Bæjarráð - 536 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi Uppbyggingarsjóð EES og svæðisáætlun í Póllandi.

5.Menningarnefnd - 24

Málsnúmer 1907003FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.
 • 5.1 1709028 Kosning formanns
  Menningarnefnd - 24 Kosning formanns, í stað Unnar Birnu Þórhallsdóttur fráfarandi formanns. Lagt er til að Eygló Bára Jónsdóttir taki við sem formaður menningarnefndar. Samþykkt samhljóða.
 • Farið yfir stöðu vinnu við stefnumótun bæjarins, en menningarmálin verða tekin fyrir í þeirri vinnu.
  Menningarnefnd - 24 Verið er að vinna í stefnu með Capacent, ákveðinn rýnihópur sem er með menningarmálin í forgrunni. Rætt um að það muni koma á borð stýrishóps að ákveða hvernig Menningarnefnd starfi og hvaða nefndir/hópar falli undir þeirra gildissvið. Verið er að miða við stefnu Reykjanesbæjar og vinna út frá henni.
 • 5.3 1909011 Rökkurdagar 2019
  Undirbúningur Rökkurdaga 2019, menningarhátíðar Grundarfjarðarbæjar.
  Rætt verður um hugmyndir að dagsrkárefni og byrjað að móta dagskrána.
  Menningarnefnd - 24 Farið yfir erindi er bárust vegna dagskrár Rökkurdaga 2019. Unnið að drögum að dagskrá og skipt niður verkefnum vegna uppsetningar á henni.
 • a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló - staða.

  b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Tommi og Sigurborg - staða
  Menningarnefnd - 24 Bæringsstofa - Ljósmyndasafn- Eygló er í samskiptum við Hans Petersen um skönnun mynda. Ljósmyndir eru á leið í skönnun og verið er að leita að betri tilboða vegna yfirfærslu myndbandsupptakna.

  Sýningarstandur fyrir útilistasýningar - Tommi fór í skoðunarferð um suðurland til að afla sér upplýsinga.
  Menningarnefnd lagði til að bærinn kynni sér verðtilboð og hugmyndir að hönnun hjá Lavaland. Tommi gengur í málið.
 • Á bærinn að sækja um menningarstyrki aftur? Menningarnefnd - 24 Menningarnefnd telur mikilvægt að sótt sé um styrki og hvetur íbúa Grundarfjarðarbæjar og félagasamtök um að sækja um í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. September. Menningarnefnd óskar eftir því að auglýsing verði birt á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og á samfélagsmiðlum. Bókun fundar Áréttað er að opnað verður fyrir umsóknir um menningarstyrki Uppbyggingarsjóðs í nóvember nk.
 • Menningarnefnd - 24 Lagt fram til kynningar.

6.Öldungaráð - 9

Málsnúmer 1909001FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og BÁ.
 • Erindisbréf öldungaráðs lagt fram til kynningar. Öldungaráð - 9 Farið var yfir efni erindisbréfsins. Þar segir að hlutverk öldungaráðs og tilgangur sé að gæta hagsmuna eldri borgara í Grundarfirði og vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara.

  Rætt var um þau verkefni sem ráðið hefur verið að sinna og ætti að hafa á sinni könnu.

  Kosningu formanns, varaformanns og ritara er frestað þar til allir aðalmenn eru mættir á fund.

  Farið var yfir eftirfarandi mál:

  - Bæjarstjóri sagði frá samtali forsvarsfólks sveitarfélaganna á Snæfellsnesi og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, um heilbrigðisþjónustu á Snæfellsnesi. Meðal annars var rætt um það hvernig mætti auka samtal og samstarf Heilbrgðisstofnunarinnar, félagsþjónustu sveitarfélaganna og dvalar- og hjúkrunarheimila á svæðinu um þjónustu við eldri borgara.
  Ráðið fagnar þessu.

  - Bæjarstjóri sagði frá endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins og annarri stefnumörkun bæjarins og að ráðið yrði kallað til samtals fljótlega vegna þess.

  - Fulltrúi ráðsins mun sitja kynningarfund skipulags- og umhverfisnefndar um aðalskipulagstillögu síðar í dag.

  - Fulltrúi ráðsins mun einnig koma á spjallfund með fulltrúum menningarnefndar um dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar, nk. mánudag.

  - Spurt var um heimsendingu matar til eldri borgara, en Dvalarheimilið hafði séð um það. Bæjarstjóri upplýsti um stöðu málsins.

  Ráðið mun á næsta fundi fara betur yfir verkefni sín.

 • Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa, þar á meðal nefndarfólk, lagðar fram til kynningar.


  Öldungaráð - 9 Farið var yfir efni siðareglnanna.


 • Öldungaráð - 9 Á fundum öldungaráðs á síðasta kjörtímabili var mikið rætt um það að fá sjúkraþjálfara með fasta viðveru í Grundarfjörð.
  Frá síðasta vetri hefur sjúkraþjálfari starfað á heilsugæslunni í Grundarfirði.
  Ráðið lýsir mikilli ánægju með þá stöðu.

 • Öldungaráð - 9 Elsa sagði frá verkefninu "Heilsueflingu 60 plús" sem fór af stað í lok janúar sl. Heilsueflingin felst í að fjórum sinnum í viku eru íþróttatímar, annars vegar í íþróttahúsinu og einnig í líkamsræktarstöð. Hreyfingin stendur öllum til boða sem eru 60 ára og eldri og þeim sem búa við örorku.
  Verkefnið er unnið í samstarfi Félags eldri borgara Grundarfirði og Grundarfjarðarbæjar, og nýtur Félag eldri borgara stuðnings Rauða kross deildarinnar í Grundarfirði. Ætlunin er að fá aukna fræðslu samhliða heilsuræktinni og þróa starfið áfram.

  Ráðið lýsir ánægju með heilsueflingarverkefnið og hvernig til hefur tekist.

7.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Farið yfir tímaplan og helstu áherslutriði í vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að leita álits íbúa á atriðum sem snerta tekjur og verkefni bæjarins í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar og undirbúning næsta árs. Bæjarráði falið að vinna úr þeim tillögum sem berast.

Samþykkt samhljóða.

8.Álagning útsvars 2020

Málsnúmer 1909036Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs, frá 536. fundi, um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

9.Landsbjörg - Styrkbeiðni vegna landsæfingar björgunarsveita

Málsnúmer 1910001Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, GS og RG.

Lögð fram styrkbeiðni björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna landsæfingar björgunarsveita sem haldin var á svæðinu 5. október sl. Lagt er til að veittur verði styrkur að fjárhæð 150 þúsund kr. til verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

10.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðuna við stefnumótun fyrir sveitarfélagið og áform um opna fundi undir stjórn Capacent dagana 21. og 22. október nk. Fundirnir verða auglýstir fljótlega.

11.Íbúafundur 2019

Málsnúmer 1909038Vakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, UÞS, BÁ, RG, HK og GS.

Lagt til að íbúafundi sem áætlaður var 15. okt. nk. verði frestað, þar sem fyrirhugaðir eru opnir fundir með mismunandi yfirskrift, undir stjórn Capacent, dagana 21. og 22. okt. nk. Fundirnir eru liðir í stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar, sbr. framlagða tillögu Capacent.

Samþykkt samhljóða.
xx. ágúst

12.Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1808031Vakta málsnúmer

Lagður fram úrskurður óbyggðanefndar í þjóðlendumálum á Snæfellsnesi, frá 15. ágúst sl., ásamt minnisblaði Ólafs Björnssonar, hrl., hjá Lögmönnum Suðurlands um málið.

Með úrskurði í máli nr. 3/2018, Eyrarbotn, var fallist á kröfu íslenska ríkisins um að Eyrarbotn í Kolgrafafirði sé þjóðlenda vestur að línu sem dregin er um Fellstá við Kolgrafarfjörð og um háeggjar Gunnungsfells. Sama svæði er í afréttareign eigenda jarðanna Nausts, Nýjubúðar, Skallabúða, Akurtraða og Berserkseyrar.

Hins vegar var hafnað kröfu ríkisins um að svæði vestan þessarar línu og vestur að Hrafná sé þjóðlenda.

Grundarfjarðarbær hélt því fram að Gunnungsfell væri að öllu leyti innan marka jarðarinnar Hrafnkelsstaða, sem er í eigu bæjarins. Ríkið hélt því fram að Gunnungsfellið væri allt innan þjóðlendu. Úrskurðurinn felur því í sér málamiðlun sem gengur út á að mörk þjóðlendu í Eyrarbotni og landareignar Hrafnkelsstaðajarðarinnar liggi um háeggjar Gunnungsfells (Gunnólfsfells).

Grundarfjarðarbær hefur málskotsrétt og getur skotið úrskurði óbyggðanefndar til dómstóla, allt fram til 23. febrúar 2020.

Fyrir lá minnisblað Ólafs Björnssonar, hrl., þar sem lagt er mat á stöðu bæjarins og kröfugerð, m.t.t. áfrýjunar.

Til máls tóku JÓK, GS, RG, BÁ og UÞS.

Bæjarstjórn frestar ákvörðun um málalyktir til fundar bæjarstjórnar í desember.

Samþykkt samhljóða.

13.Umhverfisstofnun - Endurskoðun - lokunarfyrirmæli urðunarstaða

Málsnúmer 1905001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að eftirlitsskýrslu vegna aflagðs urðunarstaðar í Kolgrafafirði ásamt bréfi Umhverfisstofnunar og svarbréfi bæjarstjóra með athugasemdum um framangreind drög.

14.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 874. fundar stjórnar

Málsnúmer 1910007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27. september 2019.

Til máls tóku JÓK og GS.

15.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu, fyrirhuguðum Rökkurdögum, fundum og viðburðum.
Hún sagði m.a. frá tilboðum í hafnargerð, en fimm tilboð bárust í stærsta verkþátt lengingar Norðurgarðs. Rætt var um framkvæmdir við bílastæði á nýjum áningarstað við Kirkjufellsfoss, en Vegagerðin hefur haft nýjan aðkomuveg og merkingar við hann til skoðunar. Lausn er komin í málið og felst hún í að Vegagerðin mun lækka og taka af blindhæð austan aðkomuvegarins nýja, þannig að umferðaröryggi á þjóðveginum aukist til muna.

Allir tóku til máls.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:57.