Málsnúmer 1907005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

  • .1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 534 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 534 Lagt fram yfirlit Sambands ísl. sveitarfélaga yfir staðgreiðslu útsvars fyrri hluta árs 2019 miðað við febrúar-júní 2018 og 2019 og breytingu milli ára hjá öllum sveitarfélögum landsins.

    Bæjarráð mun yfirfara álagningaskrá fyrir Grundarfjarðarbæ fyrir tekjuárið 2018.
  • Bæjarráð - 534
  • Bæjarráð - 534 Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur hjá Verkís tók þátt í fundinum gegnum síma undir þessum lið.

    Lögð fram kæra sem barst kærunefnd útboðsmála þann 6. ágúst sl., vegna útboðs steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Kæran barst til Grundarfjarðarbæjar 7. ágúst sl. með bréfi frá kærunefndinni.

    Farið yfir framgang málsins. Bæjarstjóra falin frekari vinnsla þess, en lögmaður hefur verið fenginn til aðstoðar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjóri sagði frá stöðu málsins. Kærunefndin hafnaði ósk um stöðvun samningsgerðar, en hefur málið að öðru leyti til afgreiðslu.
  • Bæjarráð - 534 Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingafulltrúi, tók þátt í fundinum undir þessum lið gegnum síma.

    Sigurður Valur fór yfir ný lóðablöð lóðanna Fellabrekku 7-21, sbr. lið 3.6 á dagskrá þessa fundar, en afgreiðsla þeirra er forsenda fyrir frekari ákvörðunum um framkvæmdir við frágang á opnu svæði bakvið hluta lóðanna. Hann fór jafnframt yfir hugmyndir að frágangi svæðisins fyrir neðan Fellasneið.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að klára undirbúningsvinnu að framkvæmdum og kynna fyrir viðeigandi lóðahöfum.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til umsagnar drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingafulltrúaembættisins.

    Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og kallar eftir athugasemdum nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 534 Lagt fram bréf dags. 31. júlí sl. frá forstöðumanni Dvalarheimilisins Fellaskjóls þar sem tilkynnt er að hætt verði heimsendingu á mat til eldri borgara frá 1. september nk.

    Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Fellaskjóls og jafnframt að ákvörðun Fellaskjóls um að hætta heimsendingu á mat verði frestað fram yfir þann fund.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar JÓK sagði frá því að formaður bæjarráðs hefði rætt við formann stjórnar Dvalarheimilisins. Ekki er ástæða til að halda fund um þetta mál.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til kynningar beiðni Vesturlandsvaktarinnar um þátttöku í söfnun á sjúkrarúmum fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).
  • Bæjarráð - 534 Lagt fram til kynningar bréf Örnefnanefndar dags. 26. júní sl. varðandi ensk heiti á íslenskum örnefnum.
  • Bæjarráð - 534 Lögð fram til kynningar tilkynning frá Lánasjóði sveitarfélaga varðandi lækkun breytilegra vaxta frá 1. ágúst sl. Breytilegir vextir sjóðsins fóru úr 2,40% í 2,05%. Jafnframt lagt fram yfirlit sjóðsins yfir vaxtabreytingar frá árinu 2007.


  • Bæjarráð - 534 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga ásamt drögum að ársreikningi 2018. Aðalfundurinn verður haldinn 26. ágúst nk.
    Bókun fundar BÁ og GS sátu aðalfundinn fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.
  • .12 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 534 Farið yfir helstu framkvæmdir og þær skoðaðar eftir fundinn. Farið í grunnskóla og leikskóla. Einnig farið á vettvang í iðnaðarhverfið við Ártún/Hjallatún, en þar stendur til að malbika, auk þess sem farið hefur verið í hreinsun á yfirráðasvæði bæjarsins þar og verið er að ræða við lóðahafa um bættan frágang á lóðum.