Málsnúmer 1907018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Lagðar fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar sem gerð var vegna framkvæmdar við að steypa nýja götu milli Nesvegar og Sólvalla. Einnig lagður fram verksamningur á grunni lægra tilboðs af tveimur, við Þ.G. Þorkelsson ehf.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Á Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar 20. júlí sl. barst fjöldi ábendinga um nafn á nýju götuna.

Lögð fram tillaga um að nýja gatan sem liggur milli Sólvalla og Nesvegar muni heita Bergþórugata til heiðurs Bergþóru Sigurðardóttur sem var ljósmóðir hér í Grundarfirði og bjó að Sólvöllum.

Nefndin leggur til að minnisvarða verði komið fyrir í Bergþórugötu, þar sem Bergþóru er minnst.