204. fundur 24. október 2019 kl. 17:00 - 20:38 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ)
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður embættis skipulags- og byggingafulltrúa
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Samband ísl. sveitarfélaga - Drög að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingafulltrúaembætta

Málsnúmer 1908003Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði drögunum til nefndarinnar til umsagnar og kallaði eftir athugasemdum. Fresturinn er runninn út, en erindið lagt hér upp til kynningar fyrir nefndinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að gjaldskrá byggingarfulltrúaembættisins verði endurskoðuð m.t.t. leiðbeininga Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2.Umhverfisstofnun - Ársskýrsla loftgæða til ársins 2017

Málsnúmer 1910021Vakta málsnúmer

Lögð fram Ársskýrsla loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 gefin út af Umhverfisstofnun.

Lagt fram til kynningar.

3.Hrannarstígur 5 - Umsókn um Byggingarleyfi

Málsnúmer 1908023Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði að Hrannarstíg 5 en breyta á neðri hæðinni, sem áður var verslun í 2 íbúðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.

4.Innri Látravík - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1907035Vakta málsnúmer

Valgeir Þór Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir sækja um byggingarleyfi vegna einbýlishúss í Innri-Látravík, áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi vegna hússins.

Bæjarráð frestaði málinu á 534. fundi sínum og hafa landeigendur nú óskað eftir því að umsókn þeirra sé tekin fyrir að nýju.

Fyrir liggja uppfærðir uppdrættir af teikningum ásamt greinagerð vegna breytinganna.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna einbýlishúss í landi Innri Látravíkur að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

5.Nafn á götu - Steypt gata milli Nesvegar og Sólvalla

Málsnúmer 1907018Vakta málsnúmer

Á Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar 20. júlí sl. barst fjöldi ábendinga um nafn á nýju götuna.

Lögð fram tillaga um að nýja gatan sem liggur milli Sólvalla og Nesvegar muni heita Bergþórugata til heiðurs Bergþóru Sigurðardóttur sem var ljósmóðir hér í Grundarfirði og bjó að Sólvöllum.

Nefndin leggur til að minnisvarða verði komið fyrir í Bergþórugötu, þar sem Bergþóru er minnst.

6.Grenndarkynning - Grundargata 12-14

Málsnúmer 1712013Vakta málsnúmer

Á 202. fundi Skipulags- og umhvefisnefndar var Skipulags og byggingarfulltrúa falið að setja fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 12 og 14 í grenndarkynningu að gerðum uppfærðum teikningum.

Lögð fram til samþykktar þau gögn sem fóru með grenndarkynningunni þann 15. október sl. eftir að nefndin hafði gefið rafrænt samþykki. Frestur til athugasemda er til og með 15. nóvember.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir grenndarkynninguna.

Signý Gunnarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

7.Umferðarlagabreytingar - Hraðatakmörk

Málsnúmer 1910027Vakta málsnúmer

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní og taka gildi 1. janúar 2020 fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Lagt fram til umræðu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hámarkshraði í þéttbýli Grundarfjarðarbæjar verði 30 km á klst. Einnig leggur nefndin til að hámarkshraði við grunnskóla verði færður niður í 15 km á klst.

Með þessu samræmist bílaumferð stefnumótun bæjarins um gönguvænan Grundarfjörð.

Nefndin telur að endurskoða þurfi umferðarmerkingar m.t.t. nýrra laga nr. 77/2019.

8.Fellabrekka 7-21

Málsnúmer 1902007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að útfærslu framkvæmdar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til, öryggisins vegna, að farið verði í framkvæmdir við Fellasneið ofan við Fellabrekku 7-21 sem allra fyrst.

Þuríður Gía Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 20:38.