Málsnúmer 1908001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 534. fundur - 08.08.2019

Gísli Karel Halldórsson, verkfræðingur hjá Verkís tók þátt í fundinum gegnum síma undir þessum lið.

Lögð fram kæra sem barst kærunefnd útboðsmála þann 6. ágúst sl., vegna útboðs steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Kæran barst til Grundarfjarðarbæjar 7. ágúst sl. með bréfi frá kærunefndinni.

Farið yfir framgang málsins. Bæjarstjóra falin frekari vinnsla þess, en lögmaður hefur verið fenginn til aðstoðar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Lagður fram til kynningar úrskurður Kærunefndar útboðsmála frá 16.08.2019 um þann lið kæru sem snýr að stöðvun samningsgerðar.
Í úrskurðinum var kröfu kæranda um að samningsgerð verði stöðvuð um stundarsakir hafnað.

Bæjarráð - 540. fundur - 03.12.2019

Lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 2. desember sl., vegna kæru á verðkönnun vegna steyptrar götu milli Nesvegar og Sólvalla. Niðurstaða kærunefndarinnar er sú að kröfum kæranda er vísað frá kærunefnd útboðsmála.