Málsnúmer 1908003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 534. fundur - 08.08.2019

Lögð fram til umsagnar drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að leiðbeiningum um gjaldskrár byggingafulltrúaembættisins.

Bæjarráð vísar drögunum til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd og kallar eftir athugasemdum nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Bæjarráð vísaði drögunum til nefndarinnar til umsagnar og kallaði eftir athugasemdum. Fresturinn er runninn út, en erindið lagt hér upp til kynningar fyrir nefndinni.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að gjaldskrá byggingarfulltrúaembættisins verði endurskoðuð m.t.t. leiðbeininga Sambands íslenskra sveitarfélaga.