Lagt fram erindi framkvæmdaraðila dags. 26. júní 2019, þar sem sveitarstjórn Grundarfjarðarbæjar er tilkynnt um áformaða skógrækt á jörðinni Spjör, á grundvelli 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum til ákvörðunar um hvort framkvæmdirnar skuli háðar mati skv. lögunum, en fyrirhugaðar framkvæmdir falla í flokk C skv. 1. viðauka laganna. Jafnframt óskar framkvæmdaraðili eftir framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður til umfjöllunar á fundum skipulags- og umhverfisnefndar 15.11.2019 og 16.1.2019.
Framlögð gögn eru:
1. Greinargerð framkvæmdaraðila um möguleg umhverfisáhrif skógræktar í landi Spjarar í Grundarfjarðarbæ, dags. 5.12.2019. Áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar þann 16. janúar 2020.
2. Eyðublaðið „Ákvörðun um framkvæmd í flokki C“, útfyllt af framkvæmdaraðila.
hvorki stangast á við gildandi aðalskipulag né fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi, að því gefnu að þau séu á landbúnaðarsvæði og tekið sé mið af þeim markmiðum og viðmiðum sem þar eru, s.s. minjar, ásýnd og landslag, fjarlægð frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum. Skógræktaráformin eru framkvæmdaleyfisskyld þar sem þau falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 1.07 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum sem tilgreinir „Nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Slíkar framkvæmdir er skylt að tilkynna sveitarstjórn til ákvörðunar um matsskyldu og þarf sú ákvörðun að liggja fyrir áður en unnt er að gefa út framkvæmdaleyfi.
Áður en skipulags- og umhverfisnefnd tekur afstöðu til matsskyldu er óskað eftir að framkvæmdaraðili geri nánari grein fyrir mögulegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna með hliðsjón af viðmiðum í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. einnig leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar „Mat á umhverfisáhrifum - framkvæmdir í flokki C“, útg. 2015. Auk þess verði gerð grein fyrir hvernig skógræktaráformin falla að fyrri hugmynd umsækjandans um frístundabyggð sem samþykkt var að setja fram í tillögu að aðalskipulagi sem er í ferli.
Þegar þau gögn liggja fyrir verður tekin ákvörðun um matsskyldu og framkvæmdaleyfi.