209. fundur 16. janúar 2020 kl. 12:00 - 14:52 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Árbrekka 1 - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1904022Vakta málsnúmer

Embættinu hefur borist umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar á sumarhúsi á spildu úr landi Hamra, Árbrekku 1.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

Eftir að byggingarleyfið hefur verið gefið út þarf að tilkynna Vegagerðinni um tengingu heimreiðar við þjóðveg.

2.Nesvegur 17 - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1908022Vakta málsnúmer

ÞF smíði sendir inn beiðni vegna ísetningar á glugga á iðnaðarbili sínu við Nesveg 17. Meðfylgjandi er samþykki allra skráðra eigenda við Nesveg 17. Eigandi hefur einnig skilað inn reyndarteikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Berserkseyri - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1911006Vakta málsnúmer

H.G.G Fasteign sendu inn umsókn v/ byggingarleyfis í nóvember sl.
Á 206. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frestaði nefndin erindinu og fól byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun.
Þann 18. desember 2019 fór byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra í skoðun og reyndust framkvæmdir í samræmi við teikningar. Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið og samþykkir framlagðar teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Nesvegur 4a - Leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 1912009Vakta málsnúmer

Fyrir hönd G.Run er óskað eftir byggingarleyfi vegna niðurrifs á húsi við Nesveg 4a. Í framhaldi af því verður síðar sótt um leyfi til uppbyggingar á nýju húsnæði fyrir netaverkstæði fyrirtækisins.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi til niðurrifs á húsinu Nesvegur 4a, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

5.Grundarfjarðarhöfn - Framkvæmdarleyfi sjóvörn og landfylling

Málsnúmer 1912017Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir framkvæmdarleyfi og fer þess á leit við bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar/skipulagsnefnd að hún taki ákvörðun um hvort framkvæmdir vegna sjóvarnar og landfyllingar, austan við Nesveg og fram á Framnes, sbr. deiliskipulag svæðisins, séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er í flokki C.
Í samræmi við 6 gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda hefur skipulags- og umhverfisnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila.

Niðurstaða nefndarinnar er að sjóvörn og landfylling, austan við Nesveg og fram á Framnes sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000.
Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn framkvæmdaraðila um framkvæmdarleyfi v. framkvæmdarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri kom inn á fundinn og veitti upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir, í upphafi þessa dagskrárliðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að ákvörðunin verði auglýst í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000, og kærufrestur ákveðinn, sbr. 14. gr. sömu laga.

Gestir

  • Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri.

6.Framkvæmdaleyfi til skógræktar á Spjör

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Á 206. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var afgreiðslu á umsókn um framkvæmdarleyfi frestað og nefndin óskaði eftir við framkvæmdaraðila að gerð yrði grein fyrir umhverfisáhrifum.

Borist hafa svör við þeim atriðum sem skipulags- og umhverfisnefnd sendi á framkvæmdaraðila, ásamt umsögn (Stutt greinargerð um skógræktarsvæði á Spjör í Grundarfjarðarbæ) dags. 29. apríl 2019 frá skógræktarráðgjafa Skógræktarinnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur farið yfir umrædd svör og uppfylla þau þær fyrirspurnir sem lagðar voru fyrir.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara framlögð gögn og kalla eftir viðbótargögnum sbr. umræður á fundinum og að fengnu áliti skipulagsráðgjafa.

7.Hlíðarvegur 1 - Reyndarteikningar

Málsnúmer 2001010Vakta málsnúmer

Embættið hefur móttekið reyndarteikningar af Hlíðarvegi 1. Byggingarfulltrúi hefur yfirfarið teikningar og leggur til að nefndin samþykki.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 14:52.