Málsnúmer 1908023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 204. fundur - 24.10.2019

Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði að Hrannarstíg 5 en breyta á neðri hæðinni, sem áður var verslun í 2 íbúðir.

Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 206. fundur - 13.11.2019

Á 204. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frestaði nefndin erindinu og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsheimsókn til að kanna aðstæður.
Byggingarfulltrúi fór ásamt slökkviliðsstjóra í vettvangsheimsókn þann. 30. október sl.
Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá vettvangsskoðun sem farin var ásamt slökkviliðsstjóra að Hrannarstíg 5.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði athugasemdir og beðið er eftir fullnægjandi gögnum til að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.