Málsnúmer 1910001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019

  • .1 1901021 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-sept. 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,8% fyrstu níu mánuði ársins.
  • .3 1907020 Launaáætlun 2019
    Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu níu mánuði ársins 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2019.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram uppfærð tímaáætlun vegna funda bæjarráðs og bæjarstjórnar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2020. Jafnframt lögð fram staðgreiðsluáætlun næsta árs.

    Bæjarráð vill skoða betur forsendur staðgreiðsluáætlunar í ljósi þróunar útsvarsgreiðslna á yfirstandandi ári.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Lagt til að lóðarleiga lækki úr 2% í 1,9%. Jafnframt lagt til að sorphirðu- og sorpeyðingagjöld hækki um 1.000 kr. á íbúð og að sorpeyðingargjald sumarhúsa hækki um 500 kr. á ársgrundvelli. Skv. álagningunni hækka tekjur vegna fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði um 1,4% (A). Tekjur vegna fasteignagjalda samtals (A, B, C) hækka um 6,2%.

    Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar til bæjarstjórnar.
  • .7 1909035 Gjaldskrár 2020
    Bæjarráð - 537 Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

    Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld hjá Grundarfjarðarbæ verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs.

    Gjaldskrá fyrir geymslusvæði verður skoðuð fyrir næsta fund bæjarráðs. Gjaldskrá taki mið af því að rafmagn verði tekið inn á geymslusvæðið, auk eftirlitsmyndavéla, og að gert verði ráð fyrir þeirri framkvæmd í fjárhagsáætlun 2020.

    Öðrum þjónustugjaldskrám er vísað til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2020.

    Yfirferð umsókna vísað til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsnefnd til kynningar vegna fjárhagsáætlunar 2020. Vinnu nefndarinnar við þetta mál er þó ekki lokið.

    Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2020.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram styrkbeiðni Daggar Mósesdóttur vegna vinnustofunnar Norrænar stelpur skjóta, sem haldin verður í Grundarfirði í október 2019.

    Lagt til að veittur verið styrkur í formi endurgjaldslausra afnota af Sögumiðstöðinni fyrir vinnustofuna. Ekki er unnt að verða við beiðni um fjárstyrk.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram kynning Rarik vegna yfirtöku sveitarfélaga á götulýsingu. Í kynningargögnum kemur fram að viðhaldskostnaður og nýframkvæmdir kerfisins hafa verið greiddar af Grundarfjarðarbæ.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við Rarik um yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu. Fyrir liggur að Rarik mun skila af sér lýsingunni eftir yfirferð ljósa.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Vísað til dagskrárliðar 21 á þessum fundi.
  • .12 1902049 Framkvæmdir 2019
    Bæjarráð - 537 Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.
  • .13 1910016 Útboð trygginga
    Bæjarráð - 537 Lagt fram tilboð ráðgjafafyrirtækisins Concello í umsjón með útboði trygginga bæjarins. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið verði í útboð vegna trygginga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verði til samninga við Concello vegna vinnu við útboðsgögn vegna trygginga bæjarins.

    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að ganga frá samningum.

  • .14 1910017 Útboð olíukaupa
    Bæjarráð - 537 Lagt til að gerð verði verðkönnun vegna kaupa bæjarins á olíu.

    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að annast útfærslu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram tillaga og kostnaðarmat á bráðabirgðafyrirkomulagi í Sögumiðstöð frá byrjun nóvember nk., þar sem gert er ráð fyrir opnunartíma kl. 13:00-17:00 alla virka daga og kl. 10:00-14:00 á laugardögum. Jafnframt þarf að inna af hendi ræstingu hússins.

    Fyrirkomulag samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands vegna leiðrétts fasteignamats 2020 fyrir fjölbýli.
  • Bæjarráð - 537 Lagðar fram til kynningar þrjár umsóknir í Orkusjóð, sem Efla verkfræðistofa vann fyrir bæinn.
  • Bæjarráð - 537 Lagður fram til kynningar verksamningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar við Borgarverk ehf. vegna lengingar Norðurgarðs, en skrifað var undir samninginn í síðustu viku.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. október sl. með leiðbeinandi áliti um tvöfalda skólavist barna.
  • Bæjarráð - 537 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. september sl. með hvatningu til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019.
  • Bæjarráð - 537 Lögð fram til kynningar kynning Vinnueftirlits ríkisins á norrænni ráðstefnu um nýjar áskoranir á vinnumarkaði og í vinnuumhverfinu, sem haldin verður 7. nóvember nk.